Lélegt hjá línubátum í Breiðafirði

Smábátaveiðar | 28. mars 2022

Lélegt hjá línubátum í Breiðafirði

Lélegur afli hefur verið að undanförnu hjá þeim línubátum sem hafa róið í Breiðafirði síðustu vikur. Aflinn hjá bátum sem hafa róið í Faxaflóa hefur þó verið ágætur að sögn Andra Steins Benediktssonar, framkvæmdastjóra Fiskmarkaðar Snæfellsbæjar.

Lélegt hjá línubátum í Breiðafirði

Smábátaveiðar | 28. mars 2022

Örvar Marteinsson, skipstjóri á Sverri SH frá Ólafsvík, segir þolinmæðina …
Örvar Marteinsson, skipstjóri á Sverri SH frá Ólafsvík, segir þolinmæðina skipta miklu máli þegar lítið er um steinbít. mbl.is/Alfons

Lélegur afli hefur verið að undanförnu hjá þeim línubátum sem hafa róið í Breiðafirði síðustu vikur. Aflinn hjá bátum sem hafa róið í Faxaflóa hefur þó verið ágætur að sögn Andra Steins Benediktssonar, framkvæmdastjóra Fiskmarkaðar Snæfellsbæjar.

Lélegur afli hefur verið að undanförnu hjá þeim línubátum sem hafa róið í Breiðafirði síðustu vikur. Aflinn hjá bátum sem hafa róið í Faxaflóa hefur þó verið ágætur að sögn Andra Steins Benediktssonar, framkvæmdastjóra Fiskmarkaðar Snæfellsbæjar.

„Það liggur loðna yfir allt svo fiskurinn vill alls ekki taka á krókana á meðan en þetta er árvisst hér,“ segir Andri. „Það er tregt á línuna á meðan svona ástand er, en hins vegar er mjög góður afli á handfæri þegar gefur á sjó og hafa handfærabátar komið yfir þremur tonnum af boltaþorski að landi yfir daginn, en einnig er góður afli hjá dragnótabátum og sama á við um netabáta.“

Hann segir að nokkrir línubátar hafi reynt fyrir sér á steinbít en hann finnst ekki og er aflinn því mjög lélegur þrátt fyrir að bátar hafi lagt línuna út af Látrabjargi. Andri segir að ágætt verð fáist fyrir steinbítinn eða 190 krónur fyrir kílóið, en þegar mikið magn berst að landi lækki verðið talsvert enda steinbítsmarkaður mjög viðkvæmur.

Örvar Marteinsson, skipstjóri á Sverri SH, segir ekkert annað þýða en að vera með jafnaðargeðið í lagi þegar lítið fæst af steinbít. Menn verði bara að vera þolinmóðir.

mbl.is