Ef það eru einhverjir sem kunna að raða saman hráefnum í góða uppskrift, þá eru það Matarmenn. Hér er ómótstæðilegt mexíkóskt lasagna.
Ef það eru einhverjir sem kunna að raða saman hráefnum í góða uppskrift, þá eru það Matarmenn. Hér er ómótstæðilegt mexíkóskt lasagna.
Mexíkóskt lasagna að hætti Matarmanna
- 1 rauðlaukur
- 6 hvítlauksgeirar (kreistir)
- 3 chili, fræhreinsuð
- 80 g smjör
- 1 kg nautahakk
- 4-5 msk. Hardcore carnivore TEX MEX
- 1 salsa sósa
- 200 g rjómaostur
- 2 msk. tómatpúrra
- 250 g mexíkósk ostablanda
- 200 g cheddar ostur
- 6 stórar tortillur
- 1 dolla sýrður rjómi
- Ferskur kóríander
Pillo de gallo
- 8 plómutómatar
- ½ rauðlaukur
- 3 msk. smáttskorinn kóríander
- Safi úr ½ lime
- 1 msk. cummin
- 1 msk. mulin kóríanderfræ
Aðferð:
- Undirbúið og skerið rauðlaukinn, hvítlaukinn og chili.
- Útbúið Pillo de gallo-ið og setjið inn í ísskáp.
- Hitið ofninn í 180°.
- Hitið pönnu á meðalháan hita með smjörinu.
- Næst fer smátt skorinn rauðlaukur, kreistir hvítlauksgeirar og chili á pönnuna. Steikið þar til grænmetið mýkist.
- Nú fer hakkið saman við, steikið þar til vökvinn hverfur og hakkið er orðið brúnt.
- Kryddið hakkið með Hardcore carnivore kryddinu og blandið vel saman.
- Nú fer salsa sósan, tómatpúrran og rjómaosturinn saman við og allt hrært vel saman. Leyfið að malla í 5-10 mínútur.
- Skerið tortilla kökurnar í helminga og komið fyrir í eldföstu móti.
- Setjið í eftirfarandi röð, 4 hæðir (kökur, hakk, ostur. Lokahæðin er svo toppuð með hakkrétt og cheddar osti.
- Inn í ofn þar til osturinn hefur bráðnað og borið fram með Pillo de gallo, sýrðum rjóma og ferskum kóríander.
Pillo de gallo
- Allt smátt skorið og blandað saman.
- Geymið inn í kæli þar til borið fram.