Mál knattspyrnumannanna Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar, er komið á borð embættis héraðssaksóknara. Mönnunum er gefið að sök að hafa brotið kynferðislega á íslenskri konu í Kaupmannahöfn árið 2010.
Mál knattspyrnumannanna Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar, er komið á borð embættis héraðssaksóknara. Mönnunum er gefið að sök að hafa brotið kynferðislega á íslenskri konu í Kaupmannahöfn árið 2010.
Mál knattspyrnumannanna Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar, er komið á borð embættis héraðssaksóknara. Mönnunum er gefið að sök að hafa brotið kynferðislega á íslenskri konu í Kaupmannahöfn árið 2010.
Rúv greindi fyrst frá.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók málið upp að nýju í lok september á síðasta ári að beiðni konunnar og voru mennirnir kallaðir í skýrslutöku hjá lögreglunni í byrjun desember. Rannsókn lögreglu er nú lokið.
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari staðfestir við mbl.is að mál sem kom upp fyrir þó nokkrum árum er varðar kynferðisbrot erlendis, hafi nýlega komið á borð embættisins. Hún gat þó ekki gefið upp frekari upplýsingar varðandi málið eða framgang þess.
Bæði Aron Einar og Eggert Gunnþór hafa lýst yfir sakleysi sínu.