Fiskarnir: Þú stýrir bílnum og hefur engu að tapa

Aprílspá Siggu Kling | 1. apríl 2022

Fiskarnir: Þú stýrir bílnum og hefur engu að tapa

Elsku Fiskurinn minn,

Fiskarnir: Þú stýrir bílnum og hefur engu að tapa

Aprílspá Siggu Kling | 1. apríl 2022

Elsku Fiskurinn minn,

Elsku Fiskurinn minn,

þú átt ekki að láta smáatriðin hringla of mikið í þér þess vegna heita þau smáatriði. Það sem er í raun og veru mikilvægt er að þróast mikið betur þess vegna er það mikilvægt.

Opin og geislandi orkan þín er það sem fólk í kringum þig fellur svo sannarlega fyrir. Í þessari tíðni þá bjóðast þér skemmtileg og öðruvísi verkefni, svo þú verður hissa. Þú ert jafnvel búinn að taka á móti einhverju af þessu, en ekki hlaða samt of miklu á þig. Þó svo að orðið já sé sterkt í orðaforða þínum, þá þarftu að hafna einhverju. Það er mikið flæði af öllu mögulegu í kringum þig og þá áttu það til að geta ekki ákveðið þig. Þú þarft að vera eins og vindurinn á Íslandi, sterkur og snöggur að bregðast við og að muna að það er fyrsta hugsun í sambandi við það sem það er að gerast sem er rétt.

Þetta kallast stundum að grípa gæsina þegar hún gefst. Það er mikil ástríðu og daðursorka í kringum þig og það er bara alveg ljómandi. En þar sem þú ert líka alveg svakalega mikil tilfinning, þá geturðu orðið sár eða reiður. En leyfðu því bara að fjúka í burtu, því þetta er bara stormur í vatnsglasi. Þú sérð eftir því ef þú verður of hvatvís, og þú þarft að muna að það ert þú sem stýrir bílnum, svo alls ekki sitja í aftursætinu. Það fjúka yfir þig áhyggjur í sambandi við peninga, en þú ert ekki að fara að tapa neinu, heldur að græða.

Hvort þér verður boðið í áhugavert ferðalag eða að þú ferð eitthvað einn, tveir og þrír skiptir það engu því þú græðir þúsundfallt á því hvort eð er.

Það er athyglisvert fólk sem hefur áhrif á þig og þú hefur svo fullkomið innsæi núna að þú veist algjörlega hver er rétt manneskja fyrir hvað sem það sem er að gerast. Ef þú ert sífellt að hugsa um einhverja sérstaka persónu, verkefni eða eitthvað sem tengist ástinni, skaltu rífa þig í að gera eitthvað í málunum. Þú færð svo sérstök og sterk hugboð og það er verið að ýta við þér og segja: VAKNAÐU og gerðu eitthvað í málunum.

Knús og kossar,

Sigga Kling.

mbl.is