Elsku Sporðdrekinn minn,
Elsku Sporðdrekinn minn,
Elsku Sporðdrekinn minn,
þú þarft að gera allt sem þú getur til að láta þér líða þér vel og hressir þig við til þess að koma orkunni þinni í gang. Þú átt eftir að eiga sterka og góða kafla á næstunni og kemur því í verk og klárar það sem pirrar þig. Þú ert svo skapandi og duglegur og þolir ekki leti. Svo þegar þér finnst þú ekki vera að klára málin alveg á réttum tíma, þá hefur það of mikil og neikvæð áhrif á líf þitt og líðan, svo stattu með þér.
Þú setur þig alltaf í svo verndandi stellingar gagnvart þeim sem þú elskar. Alveg sama hvort sem þeir séu „fullkomnir“ eður ei. Þú átt það að sjálfsögðu til að verða vonsvikinn þegar einhver fellur af þeim stalli sem þú sjálfur settir hann á. Ekki efast um sjálfan þig með eitt né neitt því þú hefur allt sem þarf til þess að breyta því sem þú vilt og þegar þú vilt það.
Þegar langt tekur að líða á aprílmánuð og sólin fer að hækka á lofti er eins og þú finnir þetta frelsi og fáir leyfi til þess að vera hamingjusamur.
Það er mikil orðheppni í kringum þig á þessum tíma og alveg sama að þér finnist þú ekki hafa komið hlutunum á framfæri eins og þú vilt. Því að aðrir sjá þig sem öflugan og kraftmikinn einstakling, sem það elskar að vera með. Ekki aftengja þig fólki, heldur skaltu frekar tengjast fleirum. Gamlir vinir úr fortíðinni eru að hugsa til þín, svo efldu tengslanetið.
Þótt þú gefir örlítið eftir með einhverja hluti er það allt í lagi því þú ert að byggja upp sjálfstraustið sem aldrei fyrr og þú nærð tökum á þeim stórbrotna tilfinningaregnboga sem þú býrð yfir.
Knús og kossar,
Sigga Kling.