Beckham-fjölskyldan varð fyrir barðinu á innbrotsþjófi á dögunum. Talið er að innbrjótsþjófurinn sé einn liðsmanna afbrotaklíku sem braust inn í að minnsta kosti tvö önnur hús á svæðinu á sama tíma.
Beckham-fjölskyldan varð fyrir barðinu á innbrotsþjófi á dögunum. Talið er að innbrjótsþjófurinn sé einn liðsmanna afbrotaklíku sem braust inn í að minnsta kosti tvö önnur hús á svæðinu á sama tíma.
Beckham-fjölskyldan varð fyrir barðinu á innbrotsþjófi á dögunum. Talið er að innbrjótsþjófurinn sé einn liðsmanna afbrotaklíku sem braust inn í að minnsta kosti tvö önnur hús á svæðinu á sama tíma.
David, Victoria og dóttir þeirra, Harper Beckham, voru í fasta svefni þegar innbrotsþjófurinn lét til skarar skríða. Þjófurinn er sagður hafa farið inn um glugga á svefnherbergi á efri hæð hússins á meðan þríeykið svaf sínu værasta á neðri hæðinni.
Fjölskyldan býr í glæsihýsi í London, höfuðborg Bretlands. Heimili fjölskyldunnar er staðsett skammt frá Holland Park-garðinum við ríkra manna hverfið í Kengsington og er metið á 40 milljónir punda.
Innbrotið uppgötvaðist ekki fyrr en sonur þeirra, Cruz, kom heim eftir að hafa verið úti að skemmta sér umrædda nótt. Þegar Cruz kom heim tók hann eftir brotnum glugga og varð hann var við glerbrot um allt. Innbrotsþjófurinn lét greipar sópa og hafði á brott með sér mikið magn af verðmætum ef marka má frétt frá Daily Mail.
Sögur herma að David hafi rakleiðis hringt í neyðarlínuna og hófust þeir feðgar handa við að leita þjófinn uppi og freistuðu þess að handsama hann áður en Lögreglan kæmi á staðinn. Það fór hins vegar ekki svo og hefur enginn verið handtekinn enn fyrir innbrotið.