Löðrungurinn sem leikarinn Will Smith veitti grínistanum Chris Rock á Óskarsverðlaunahátíðinni í lok mars hefur dregið dilk á eftir sér. Ekki bara í vinnuumhverfi Smiths í Hollywood heldur líka fyrir hans nánustu vini og fjölskyldu.
Löðrungurinn sem leikarinn Will Smith veitti grínistanum Chris Rock á Óskarsverðlaunahátíðinni í lok mars hefur dregið dilk á eftir sér. Ekki bara í vinnuumhverfi Smiths í Hollywood heldur líka fyrir hans nánustu vini og fjölskyldu.
Löðrungurinn sem leikarinn Will Smith veitti grínistanum Chris Rock á Óskarsverðlaunahátíðinni í lok mars hefur dregið dilk á eftir sér. Ekki bara í vinnuumhverfi Smiths í Hollywood heldur líka fyrir hans nánustu vini og fjölskyldu.
„Þetta hefur verið martröð fyrir alla,“ sagði ónefndur heimildamaður Us Weekly sem er náinn fjölskyldunni. Hann sagði Smith gera sér grein fyrir að hann hafi ekki enn fengið æru sína uppreista eftir atvikið og að hann væri meðvitaður um að öll sár myndu ekki gróa alfarið.
Eiginkona hans, Jada Pinkett Smith, sonur hans Jaden og dóttir hans Willow, hafa öll forðast að tjá sig um málið opinberlega til að forðast enn meiri athygli. „Þau vita að það besta í stöðunni er að halda kjafti. Það eina sem vinnur með þeim er tíminn,“ sagði heimildamaðurinn.
Eins og frægt er orðið veitti Smith Rock kinnhest uppi á sviði á Óskarsverðlaunahátíðinni. Gerði hann það í kjölfarið að Rock sagði brandara um eiginkonu hans. Viðbrögð Smiths hafa verið harðlega gagnrýnd. Seinna um kvöldið hlaut Smith verðlaun í flokki leikara í aðalhlutverki fyrir kvikmyndina King Richard.
Þegar hann tók við verðlaununum baðst hann afsökunar á hegðun sinni, en nefndi þó Rock aldrei á nafn.