Hugmynd sem virkilega gengur í matarboð eða saumaklúbb. Allt eldað saman á einni, stórri pönnu og óþarfi á frekara meðlæti þótt brauðmeti henti með til að dífa í. Athugið að í uppskriftinni er notað orzo-pasta sem fæst orðið í mörgum verslunum. Í stað þess má nota annað smágert pasta, rísotto-grjón, blómkálshrísgrjón, kús-kús, perlubygg og annað sem hugurinn girnist.
Hugmynd sem virkilega gengur í matarboð eða saumaklúbb. Allt eldað saman á einni, stórri pönnu og óþarfi á frekara meðlæti þótt brauðmeti henti með til að dífa í. Athugið að í uppskriftinni er notað orzo-pasta sem fæst orðið í mörgum verslunum. Í stað þess má nota annað smágert pasta, rísotto-grjón, blómkálshrísgrjón, kús-kús, perlubygg og annað sem hugurinn girnist.
Sítrónukjúklingur með Salatosti
Fyrir 6
Kjúklingur og marinering
- 6 stk. kjúklingabringur
- 2 msk. ólífuolía
- 2 msk. dijon sinnep
- 3 stk. hvítlauksrif, skorin í sneiðar
- 2 stk. skalottlaukur
- 2 msk. ferskt rósmarín, saxað
- 1 tsk. paprikukrydd
- • salt og svartur pipar
Pasta
- 1 msk. ólífuolía
- 1 stk. sítróna, skorin í sneiðar
- 3 msk. smjör
- 180 g orzo-pasta
Sósa
- 7 dl kjúklingasoð
- 200 g grænkál eða annað salat (t.d. spínatsalat), smátt skorið
- 2 msk. sítrónusafi
- salt og pipar
- 1 krukka Dala salatostur í kryddolíu (325 g)
Meðlæti
Aðferð:
- Hitið ofn í 220 gráður.
- Setjið allt hráefnið í skál (kjúklingur og marinering) og blandið vel.
- Gott að leyfa þessu að standa aðeins og marinerast. Má gera fyrirfram.
- Hitið 1 msk. af olíu á stórri pönnu á meðalhita.
- Setjið kjúklinginn á pönnuna ásamt marineringunni og steikið hann þar til hann fær á sig gylltan lit.
- Takið kjúklinginn af pönnunni og setjið á disk.
- Bætið olíu og smjöri á pönnuna.
- Leggið sítrónusneiðarnar á pönnuna og steikið aðeins á báðum hliðum.
- Takið sítrónuna af pönnunni og hrærið orzo saman við olíuna á pönnunni þannig að það steikist smá og verði þakið olíu.
- Hellið soði á pönnuna til að búa til sósuna og setjið salatið saman við ásamt sítrónusafa.
- Saltið og piprið blönduna eftir smekk. Komið upp suðu og hrærið vel.
- Setjið kjúklingabitana á pönnuna og leggið sítrónusneiðarnar yfir.
- Dreifið Salatostinum yfir allt að lokum.
- Setjið í heitan ofninn í um 15 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.
- Það má bera fram aukalega ostasósu með réttinum ef vilji er til.
- Þá er Salatostur ásamt grískri jógúrt, smá hvítlauk og sítrónusafa hrærður í blandara þar til sósan er silkimjúk og hún smökkuð til með salti og pipar.
- Að sjálfsögðu er svo gott að hafa brauð með réttinum til að dýfa í.
Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir