Besta afkoma í sögu Vinnslustöðvarinnar

Vinnslustöðin | 8. apríl 2022

Besta afkoma í sögu Vinnslustöðvarinnar

Afkoma Vinnslustöðvarinnar 2021 var sú besta í sögu félagsins. Sjávarútvegsfyrirtækið skilaði hagnaði upp á 15,1 milljónir evra, eða um 2,1 milljarði króna og var samþykkt að greiða hluthöfum 850 milljónir króna í arð vegna ársins 2021.

Besta afkoma í sögu Vinnslustöðvarinnar

Vinnslustöðin | 8. apríl 2022

Vinnslustöðin skilaði hagnaði upp á 2,1 milljarð króna.
Vinnslustöðin skilaði hagnaði upp á 2,1 milljarð króna. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Afkoma Vinnslustöðvarinnar 2021 var sú besta í sögu félagsins. Sjávarútvegsfyrirtækið skilaði hagnaði upp á 15,1 milljónir evra, eða um 2,1 milljarði króna og var samþykkt að greiða hluthöfum 850 milljónir króna í arð vegna ársins 2021.

Afkoma Vinnslustöðvarinnar 2021 var sú besta í sögu félagsins. Sjávarútvegsfyrirtækið skilaði hagnaði upp á 15,1 milljónir evra, eða um 2,1 milljarði króna og var samþykkt að greiða hluthöfum 850 milljónir króna í arð vegna ársins 2021.

Þetta kemur fram í ársreikningi samstæðunnar sem lagður var fram á aðalfundi félagsins á miðvikudag.

Rekstrartekjur samstæðunnar jukust um 75% og enduðu í tæplega 137 milljónum, jafnvirði um 19 milljarða króna. Bent er á að loðnuveiðar, útgerð Hugins og dótturfélagið Marhólmar skiluðu stærstum hluta aukningarinnar.

Mynd/Vinnslustöðin

Nokkrar fjárfestingar hafa átt sér stað að undanförnu og eignaðist Vinnslustöðin allt hlutafé í útgerðarfélaginu Huginn hf. í fyrra, en fyrir átti félagið 48% hlut.

Þá keypti Vinnslustöðin 75% hlut í fiskvinnslufyrirtækinu Hólmaskeri í Hafnarfirði seint á árinu 2021 og í febrúar í ár keypti dótturfélag Vinnslustöðvarinnar í Þýskalandi lítið fiskvinnslu- og sölufyrirtæki þar, Rheinland.

Mynd/Vinnslustöðin
mbl.is