Dýrindis pavlóva með geggjaðri fyllingu

Uppskriftir | 10. apríl 2022

Dýrindis pavlóva með geggjaðri fyllingu

Hér gefur að líta eina af okkar uppáhalds kökum – sjálfa pavóvuna. Hér er hún formuð á afar skemmtilegan hátt þannig að inn í henni myndast nokkurskonar skál en hliðarnar eru dregnar upp með skeið.

Dýrindis pavlóva með geggjaðri fyllingu

Uppskriftir | 10. apríl 2022

Ljósmynd/Guðrún Ýr

Hér gefur að líta eina af okkar uppáhalds kökum – sjálfa pavóvuna. Hér er hún formuð á afar skemmtilegan hátt þannig að inn í henni myndast nokkurskonar skál en hliðarnar eru dregnar upp með skeið.

Hér gefur að líta eina af okkar uppáhalds kökum – sjálfa pavóvuna. Hér er hún formuð á afar skemmtilegan hátt þannig að inn í henni myndast nokkurskonar skál en hliðarnar eru dregnar upp með skeið.

Hér er það Guðrún Ýr á Döðlur & smjör sem galdrar fram þessa tímalausu snilld.

Pavlova

  • 4 (150 g) eggjahvítur
  • hnífsoddur af salti
  • 60 ml kalt vatn
  • 250 g sykur
  • 1 tsk. edik
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 1 1/2 msk. maíssterkja (maizena)

Stillið ofninn á 135°c. Hrærið saman eggjahvítum og salti saman þar til þær eru orðnar léttþeyttar. Stillið á lága stillingu og hellið köldu vatni í mjórri bunu saman við eggjahvíturnar og sykrinum í framhaldi. Stífþeytið, þar til hægt er að hvolfa skálinni án þess að einhver hreyfing sé í skálinni. Blandið þá saman ediki, vanilludropum og maíssterkjunni saman við með sleikju.

Gott er að teikna hring á bökunarpappír til þess að hafa til viðmiðunar þegar pavlovan er mótuð. Tæmið úr skálinni á bökunarpappírinn og mótið í hring, hugsið um að gera eldfjall. Há pavlova með gíg í miðjunni. Þegar þið hafið mótað að mestu, rennið með spaða upp með hliðunum til að fá hana slétta og fallega. Lækkið hitann í 120°c og bakið í 60 mín- Bannað að opna ofninn meðan pavlovan bakast. Slökkvið á ofninum og leyfið henni að vera þar í nokkra stund. Miðjan mun falla mögulega en það er í góðu lagi og gefur rými fyrir fyllingu.

Fylling

  • 100 g dökkt súkkulaði
  • 100 g rjómaostur
  • 400 ml rjómi
  • 4 msk hindberjasulta
  • bláber
  • frosin eða fersk hindber
  • bláber
  • Cadbury mini eggs

Bræðið súkkulaðið og blandið rjómaostinum rólega saman við. Ef rjómaosturinn er kaldur er gott að setja í nokkrar sek í örbylgjuna aftur. Létt þeytið rjómann og blandið súkkulaði og rjómaostinum saman við með sleikju.

Samsetning

Takið pavlovuna og setjið á disk. Setjið hindberjasultu í miðjuna á pavlovunni og dreifið eins og þið getið. Þá er bara að setja súkkulaðirjómann í miðjuna og svo bara skella honum ofan á, dreifið úr honum með sleikju. Skerið hluta af berjunum í tvennt og skreytið með berjunum og súkkulaði eggjunum. Ef hindberin eru frosin er fallegt að kremja þau svo þau bútist niður en þau mega ekki verið farin að þiðna því þá verða þau bara mauk.

Ljósmynd/Guðrún Ýr
mbl.is