Syndsamlega góð bleikja sem hittir í mark

Hvað er í matinn í kvöld? | 11. apríl 2022

Syndsamlega góð bleikja sem hittir í mark

Hér bjóðum við upp á úrvals fiskrétt – bleikju með harissa kryddi, möndlum og pekanhnetum. Eða blanda sem stríðir bragðlaukunum, svo spennandi og bragðgóð er hún. Uppskriftin er úr smiðju Hildar Rutar sem mælir með að bera fram með kínóasalati og mangó chutney jógúrtsósu.

Syndsamlega góð bleikja sem hittir í mark

Hvað er í matinn í kvöld? | 11. apríl 2022

Sælkera fiskréttur sem hentar hvaða vikudegi sem er.
Sælkera fiskréttur sem hentar hvaða vikudegi sem er. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hér bjóðum við upp á úrvals fiskrétt – bleikju með harissa kryddi, möndlum og pekanhnetum. Eða blanda sem stríðir bragðlaukunum, svo spennandi og bragðgóð er hún. Uppskriftin er úr smiðju Hildar Rutar sem mælir með að bera fram með kínóasalati og mangó chutney jógúrtsósu.

Hér bjóðum við upp á úrvals fiskrétt – bleikju með harissa kryddi, möndlum og pekanhnetum. Eða blanda sem stríðir bragðlaukunum, svo spennandi og bragðgóð er hún. Uppskriftin er úr smiðju Hildar Rutar sem mælir með að bera fram með kínóasalati og mangó chutney jógúrtsósu.

Fiskrétturinn sem stríðir bragðlaukunum (fyrir tvo)

  • 500 g bleikja eða lax
  • 1/2 dl saxaðar pekanhnetur
  • 1/2 dl saxaðar möndluflögur
  • 1 msk. harissa krydd
  • 1/2 tsk salt
  • 1 msk ólífuolía

Aðferð:

  1. Leggið fiskinn á bökunarplötu þakta bökunarpappír og saltið og piprið eftir smekk.
  2. Smátt saxið möndluflögur og pekanhnetur.
  3. Blandið pekanhnetunum og möndluflögunum saman við harissa krydd, salt og ólífuolíu.
  4. Dreifið blöndunni jafnt ofan á bleikjuflökin og bakið inní ofni við 190°C á blæstri í 12-15 mínútur.
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is