Verkamannaflokkur Bretlands gaf skyn í dag að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi átt frumkvæðið að einum af veisluhöldunum í Downingstræti á meðan strangar samkomutakmarkanir voru í gildi. Johnson hefur áður neitað að hafa verið í veislunni.
Verkamannaflokkur Bretlands gaf skyn í dag að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi átt frumkvæðið að einum af veisluhöldunum í Downingstræti á meðan strangar samkomutakmarkanir voru í gildi. Johnson hefur áður neitað að hafa verið í veislunni.
Verkamannaflokkur Bretlands gaf skyn í dag að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi átt frumkvæðið að einum af veisluhöldunum í Downingstræti á meðan strangar samkomutakmarkanir voru í gildi. Johnson hefur áður neitað að hafa verið í veislunni.
Angela Rayner, varaformaður Verkamannaflokksins, sagði í dag að samkoman hafi orðið að veislu er Johnson mætti og byrjaði að hella áfengi í glös.
The Guardian greinir frá því að veislan hafi átt sér stað 13. nóvember árið 2020.
„Á meðan breskur almenningur var að fórna miklu var Boris Johnson að brjóta lög,“ sagði Rayner og bætti við að forsætisráðherrann hafi ítrekað logið að bresku þjóðinni.
Búist er við hörðum deilum í breska þingunni í vikunni um hvort Johnson hafi logið að þinginu, en hann hefur haldið því fram að veislurnar hafi ekki átt sér stað og að sóttvarnareglum hafi ávalt verið fylgt.