Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, er allt annað en sáttur með aðgerðaleysi stjórnvalda gagnvart þjóðarhöll fyrir íslensku landsliðin. Ekkert bólar á nýrri þjóðarhöll, þrátt fyrir bága stöðu í þeim málum hér á landi.
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, er allt annað en sáttur með aðgerðaleysi stjórnvalda gagnvart þjóðarhöll fyrir íslensku landsliðin. Ekkert bólar á nýrri þjóðarhöll, þrátt fyrir bága stöðu í þeim málum hér á landi.
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, er allt annað en sáttur með aðgerðaleysi stjórnvalda gagnvart þjóðarhöll fyrir íslensku landsliðin. Ekkert bólar á nýrri þjóðarhöll, þrátt fyrir bága stöðu í þeim málum hér á landi.
Ísland tryggði sér sæti á lokamóti HM á næsta ári með sigri á Austurríki á laugardag en leikið var á Ásvöllum. Guðmundur lét skoðanar sínar um aðstöðuleysið í ljós eftir leik, m.a. í viðtali við mbl.is.
Danski miðilinn TV2 fjallar um stöðuna og segir frá viðtali sem Guðmundur fór í hjá RÚV eftir leik. Um 1.500 áhorfendur fylgdust með Íslandi vinna sannfærandi sigur en Guðmundur sagði eftir leik að auðveldlega hefði verið hægt að selja 6.000 miða.
Þá var hann ómyrkur í máli um stjórnvöld og þá staðreynd að íslenska liðið eigi ekki heimavöll á þessari stundu. Blaðamaður TV2 furðar sig á að landslið á mælikvarða þess íslenska sé ekki með eigin heimavöll.