Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun biðjast afsökunar á því að hafa brotið eigin lög um samkomutakmarkanir í fyrstu ræðu sinni í þinginu eftir að lögreglan gaf út sektir vegna brotanna. Forsætisráðherrann mun ávarpa þingið í dag. BBC greinir frá.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun biðjast afsökunar á því að hafa brotið eigin lög um samkomutakmarkanir í fyrstu ræðu sinni í þinginu eftir að lögreglan gaf út sektir vegna brotanna. Forsætisráðherrann mun ávarpa þingið í dag. BBC greinir frá.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun biðjast afsökunar á því að hafa brotið eigin lög um samkomutakmarkanir í fyrstu ræðu sinni í þinginu eftir að lögreglan gaf út sektir vegna brotanna. Forsætisráðherrann mun ávarpa þingið í dag. BBC greinir frá.
Gert er ráð fyrir því að Johnson muni segja að hann hafi ekki brotið lögin viljandi með því að taka þátt í afmælisveislu í Downingstræti 10 í júní árið 2020.
Breska lögreglan hefur rannsakað brot á samkomutakmörkunum sem áttu sér stað í Dovwningstræti 10 í Covid-19-faraldrinum og gefnar hafa verið út 50 sektir vegna málsins.
Andstæðingar Johnsons á þinginu hafa sakað hann um lygar, þar sem hann hefur áður haldið því fram að engin lög hafi verið brotin.
Forsætisráðherrann hefur heitið því að segja satt og rétt frá þegar hann ávarpar þingið í dag, en búist er við því að hann muni hvetja þingmenn til að einblína á önnur mál eins og verðhækkanir og stríðið í Úkraínu.
Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði í viðtali að Johnson hefði ekki bara brotið lög heldur hefði hann logið að almenningi og svo logið að þinginu.
Þá sakaði Starmer forsætisráðherrann um að skýla sér á bak við stríðið í Úkraínu og nota það til að þurfa ekki að segja af sér. Sem væri mjög lúalegt kænskubragð.
„Hann mun reyna að biðjast afsökunar og hann mun strax reyna að koma með afsakanir,“ sagði Starmer.
Þingmenn Verkamannaflokksins og annarra stjórnarandstöðuflokka vilja að kosið verði um það hvort sérstök rannsóknarnefnd þingsins eigi að rannsaka hvort forsætisráðherrann hafi vísvitandi gefið þinginu villandi upplýsingar.