Landsliðsferlinum lokið?

Kynferðisbrot innan KSÍ | 20. apríl 2022

Landsliðsferlinum lokið?

Framtíð þeirra Rúnars Más Sigurjónssonar og Sverris Inga Ingasonar með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu er í mikilli óvissu.

Landsliðsferlinum lokið?

Kynferðisbrot innan KSÍ | 20. apríl 2022

Sverrir Ingi Ingason og Rúnar Már Sigurjónsson léku síðast með …
Sverrir Ingi Ingason og Rúnar Már Sigurjónsson léku síðast með landsliðinu í mars á síðasta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framtíð þeirra Rúnars Más Sigurjónssonar og Sverris Inga Ingasonar með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu er í mikilli óvissu.

Framtíð þeirra Rúnars Más Sigurjónssonar og Sverris Inga Ingasonar með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu er í mikilli óvissu.

Þetta herma heimildir mbl.is.

Mál beggja leikmanna var sent á borð Sigurbjargar Sigurpálsdóttur, samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, vegna meintra ofbeldis- og kynferðisbrota síðasta haust.

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands barst tölvupóstur frá aðgerðahópnum Öfgum hinn 27. september síðastliðinn en tölvupósturinn innihélt meðal annars nöfn á sex leikmönnum karlalandsliðsins og dagsetningar yfir meint brot þeirra.

Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson höfðu áður verið nafngreindir í fjölmiðlum en Rúnar Már og Sverrir Ingi höfðu ekki verið nafngreindir. Ragnar Sigurðsson var sá sjötti en hann hefur lagt skóna á hilluna.

Arnar Þór Viðarsson hefur stýrt íslenska karlalandsliðinu frá því í …
Arnar Þór Viðarsson hefur stýrt íslenska karlalandsliðinu frá því í desember 2020. Ljósmynd/Alex Nicodim

Eiga leikmenn afturkvæmt?

Sérsambönd innan ÍSÍ bíða nú eftir regluverki frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands sem snýr meðal annars að því hvort leikmenn eigi afturkvæmt í landslið Íslands eftir að hafa brotið af sér á einhverjum tímapunkti.

Eftir því sem mbl.is kemst næst hefur sérsamböndunum ekki borist neitt regluverk frá ÍSÍ en fjöldi starfshópa var settur á laggirnar, bæði innan ÍSÍ og KSÍ, eftir að Knattspyrnusambandið var harðlega gagnrýnt síðasta haust fyrir bæði þöggun og meðvirkni með meintum gerendum innan sambandsins.

Það endaði með afsögn Guðna Bergssonar og að lokum stjórnar KSÍ en áður hafði stjórn KSÍ meinað Kolbeini Sigþórssyni að taka þátt í landsliðsverkefnum karlalandsliðsins í september og Rúnar Már dró sig úr hópnum á sama tíma.

Rúnar Már og Sverrir Ingi voru i landsliðshóp Íslands á …
Rúnar Már og Sverrir Ingi voru i landsliðshóp Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Í lokahópnum í Frakklandi og Rússlandi

Rúnar Már, sem er 31 árs gamall, lék síðast með íslenska liðinu í mars 2021 gegn Liechtenstein í undankeppni HM 2022 í Vaduz í Liechtenstein en hann á að baki 32 A-landsleiki fyrir Ísland. Hann hefur ekki gefið kost á sér í síðustu verkefni landsliðsins.

Sverrir Ingi, sem er 28 ára gamall, tók síðast þátt í sama landsliðsverkefni, í mars 2021, sem var jafnframt fyrsta landsliðsverkefni Arnars Þórs Viðarssonar með liðið, en varnarmaðurinn á að baki 39 A-landsleiki fyrir Ísland. Hann gaf ekki kost á sér í landsliðsverkefnin í mars á þessu ári.

Báðir leikmenn hafa verið í lykilhlutverki hjá liðinu á síðustu árum og voru meðal annars í lokahóp Íslands sem tók þátt á Evrópumótinu í Frakklandi 2016 og heimsmeistaramótinu 2018 í Rússlandi.

mbl.is