Hafna Borgarlínu og vilja betri rekstur

Sveitarstjórnarkosningar | 22. apríl 2022

Hafna Borgarlínu og vilja betri rekstur

Miðflokkurinn í Reykjavík hafnar alfarið hugmyndum um Borgarlínu og vill fara í aðrar lausnir í samgöngumálum borgarinnar. M.a. að þvera stofnæðir gatnakerfisins, reisa göngubrýr eða leggja undirgöng svo hægt sé að fækka umferðarljósum og gera umferð greiðari.

Hafna Borgarlínu og vilja betri rekstur

Sveitarstjórnarkosningar | 22. apríl 2022

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Ómar Már Jónsson oddviti Miðflokksins í …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Ómar Már Jónsson oddviti Miðflokksins í Reykjavík opna kosningasíðu xM í dag.

Miðflokkurinn í Reykjavík hafnar alfarið hugmyndum um Borgarlínu og vill fara í aðrar lausnir í samgöngumálum borgarinnar. M.a. að þvera stofnæðir gatnakerfisins, reisa göngubrýr eða leggja undirgöng svo hægt sé að fækka umferðarljósum og gera umferð greiðari.

Miðflokkurinn í Reykjavík hafnar alfarið hugmyndum um Borgarlínu og vill fara í aðrar lausnir í samgöngumálum borgarinnar. M.a. að þvera stofnæðir gatnakerfisins, reisa göngubrýr eða leggja undirgöng svo hægt sé að fækka umferðarljósum og gera umferð greiðari.

Þetta er eitt af áherslumálum flokksins sem má kynna sér á nýrri kosningavefsíðu sem þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og Ómar Már Jónsson, oddviti flokksins í Reykjavík, hleyptu af stokkunum í dag.

Forgangsmál Miðflokksins eru að stöðva skuldasöfnun borgarinnar og fara í endurskoðun á starfsmannamálum og einfalda allan rekstur og flýta verkferlum í ráðhúsinu. Þeir vilja selja eignir sem eru í samkeppni á frjálsum markaði og setja öll stærri verkefni borgarinnar í útboð og endurmeta öll verkefni sem er nú í vinnslu. Einnig segir á vefsvæðinu að flokkurinn hyggist verja lögbundna þjónustu við íbúa og fyrirtæki og gera borgina bæði græna og sjálfbæra. Miðflokksmenn vilja einnig bæta umferðarflæði án innviðagjalda og hafna alfarið borgarlínu núverandi borgarstjórnar og vilja hafa Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýrinni áfram, að því er flokkurinn greinir frá. 

Húsnæðismál, lóðir og eldri borgarar

Einnig er hægt að skoða áherslur Miðflokksins í málefnum eldri borgara og fjölgun kosta fyrir þennan ört stækkandi hóp á vefsvæðinu. Þar kemur einnig fram að fasteignamat hafi hækkað um 107% frá 2013 meðan vísitala neysluverðs hafi á sama tíma hækkað um 41% og fasteignamál í borginni séu í algerum ólestri. Miðflokksmenn að þeir vilji tryggja nægt lóðaframboð fyrir íbúa borgarinnar nái þeir til þess fylgi.

mbl.is