Hefði mátt standa betur að kynningu til almennings

Hefði mátt standa betur að kynningu til almennings

Bankasýsla ríkisins telur að betur hafi mátt standa að kynningu til almennings á þeim söluaðferðum og mismunandi markmiðum með sölu sem birtust í tengslum sölu hluta eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka, og þá sérstaklega á framkvæmd útboðs með tilboðsfyrirkomulagi og þar með talið hverjir gætu tekið þátt.

Hefði mátt standa betur að kynningu til almennings

Sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka | 26. apríl 2022

Bankasýslan telur að útboðið hafi tekist vel út frá fjárhagslegum …
Bankasýslan telur að útboðið hafi tekist vel út frá fjárhagslegum markmiðum en að betur hafi mátt standa að kynningu til almennings. mbl.is/Kristinn Magnússon

Banka­sýsla rík­is­ins tel­ur að bet­ur hafi mátt standa að kynn­ingu til al­menn­ings á þeim söluaðferðum og mis­mun­andi mark­miðum með sölu sem birt­ust í tengsl­um sölu hluta eign­ar­hluta rík­is­ins í Íslands­banka, og þá sér­stak­lega á fram­kvæmd útboðs með til­boðsfyr­ir­komu­lagi og þar með talið hverj­ir gætu tekið þátt.

Banka­sýsla rík­is­ins tel­ur að bet­ur hafi mátt standa að kynn­ingu til al­menn­ings á þeim söluaðferðum og mis­mun­andi mark­miðum með sölu sem birt­ust í tengsl­um sölu hluta eign­ar­hluta rík­is­ins í Íslands­banka, og þá sér­stak­lega á fram­kvæmd útboðs með til­boðsfyr­ir­komu­lagi og þar með talið hverj­ir gætu tekið þátt.

„Virðist ljóst af umræðum í kjöl­far útboðsins að á meðal al­menn­ings ekki hafi ríkt skiln­ing­ur á því hvernig útboð með til­boðsfyr­ir­komu­lagi kæmi til með að fara fram þ.á m. hverj­ir gætu tekið þátt. Í ljósi þess að slíkt útboð er frá­brugðið frumút­boði, eins og það var fram­kvæmt í júní á síðasta ári, og þess að slíkt útboð hef­ur ein­ung­is einu sinni áður verið fram­kvæmt á Íslandi hefði mátt koma upp­lýs­ing­um um fram­kvæmd­ina á fram­færi við al­menn­ing með skýr­ari hætti,“ seg­ir í minn­is­blaði sem Banka­sýsl­an hef­ur sent fjár­laga­nefnd Alþing­is, og hef­ur verið birt á vef Banka­sýslu rík­is­ins. 

Á morg­un munu þeir Jón Gunn­ar Jóns­son, for­stjóri Banka­sýsl­unn­ar, og Lár­us Blön­dal stjórn­ar­formaður svara spurn­ing­um nefnd­ar­inn­ar á opn­um fundi sem hefst kl. 9 í fyrra­málið og mbl.is mun fylgj­ast með. En fund­ar­efnið er sala rík­is­ins á hlut­um í Íslands­banka. 

Tókst vel út frá fjár­hags­leg­um mark­miðum en gera sér grein fyr­ir gagrýn­inni

Í minn­is­blaðinu seg­ir enn­frem­ur, að Banka­sýsla rík­is­ins telji mik­il­vægt að horfa á sölu hluta eign­ar­hluta rík­is­ins í Íslands­banka sem eitt heild­stætt ferli, sem er fram­kvæmt í nokkr­um skref­um. 

Banka­sýsla rík­is­ins tel­ur að að útboðið hafi tek­ist vel út frá fjár­hags­leg­um mark­miðum og að fram­kvæmd þess hafi verið í fullu sam­ræmi við lýs­ingu stofn­un­ar­inn­ar um sölu með til­boðsfyr­ir­komu­lagi, eins og það birt­ist í minn­is­blaði stofn­un­ar­inn­ar með til­lögu til ráðherra þann 20. janú­ar. Þá hafi  það einnig í sam­ræmi við þær upp­lýs­ing­ar sem stofn­un­in kynnti fyr­ir fjár­laga­nefnd og efna­hags- og viðskipta­nefnd á fund­um og grein­ar­gerð ráðherra.

„Eng­in efn­is­leg gagn­rýni kom þar fram um fyr­ir­hugaða fram­kvæmd til­boðsfyr­ir­komu­lags, t.d. um lág­marks­fjár­hæð, enda er lík­legt að slík­ar at­huga­semd­ir hefðu end­ur­spegl­ast í ákvörðun ráðherra,“ seg­ir í minn­is­blaðinu. 

Von­ast til að all­ir dragi viðeig­andi lær­dóm

Minn­is­blaðið tel­ur 28 blaðsíður og þar er spurn­ing­um fjár­laga­nefnd­ar svarað um sölumeðferð eign­ar­hluta rík­is­ins í Íslands­banka. 

Þar seg­ir m.a.: 

„Banka­sýsla rík­is­ins ger­ir sér grein fyr­ir þeirri gagn­rýni, sem stofn­un­in hef­ur fengið, að hafa ekki birt af eig­in frum­kvæði lista yfir alla kaup­end­ur í útboðinu. Til að svara þeirri gagn­rýni vill stofn­un­in benda á að hvorki var slík­ur listi birt­ur eft­ir frumút­boð Íslands­banka, né var sú til­hög­un gagn­rýnd. Stofn­un­in beitti því sömu aðferðum í þessu útboði og voru viðhöfð í frumút­boðinu, sem telja má eðli­legt því þær aðferðir höfðu ekki verið gagn­rýnd­ar og eru í sam­ræmi við viðtekn­ar venj­ur í sam­bæri­leg­um hluta­fjárút­boðum, m.a. af hálfu rík­is­sjóða í Evr­ópu. Stofn­un­in get­ur aft­ur á móti tekið und­ir sjón­ar­mið, sem fram hafa komið eft­ir útboðið, að bet­ur hefði mátt kynna fram­kvæmd sölu með til­boðsfyr­ir­komu­lagi strax í kjöl­far birt­ing­ar til­lögu stofn­un­ar­inn­ar þann 20. janú­ar sl.“

Enn­frem­ur seg­ir að með at­hug­un Rík­is­end­ur­skoðunar og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á söl­unni „von­ast Banka­sýsla rík­is­ins til þess að all­ir aðilar, sem komu að útboðinu, dragi viðeig­andi lær­dóm af því og að vinnu­brögð vegna sölu á jafn­mik­il­væg­um eign­um eins og hluta­bréf­um rík­is­ins í viðskipta­bönk­um verði bætt.“

Í minn­is­blaðinu kem­ur einnig fram, að heild­ar­kostnaður­inn muni liggja á bil­inu frá 439,5 millj­ón­ir kr. til 702,7 millj­ón­ir kr. Af þeim kostnaði hafi þegar verið greidd­ar 280 millj­ón­ir. Lang stærsti kostnaðarþátt­ur­inn er söluþókn­an­ir

mbl.is