Agnieszka og Ólöf hafi lekið upplýsingum

Væringar innan Eflingar | 27. apríl 2022

Agnieszka og Ólöf hafi lekið upplýsingum

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sakaði Agnieszku Ewu Ziólowska, vara­formann Efl­ing­ar, og Ólöfu Helgu Ad­olfs­dóttur, rit­ara í stjórn Efl­ing­ar, um að leka upplýsingum um hópuppsögn á skrifstofu félagsins í fjölmiðla.

Agnieszka og Ólöf hafi lekið upplýsingum

Væringar innan Eflingar | 27. apríl 2022

Sólveig Anna á fundinum í kvöld.
Sólveig Anna á fundinum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sakaði Agnieszku Ewu Ziólowska, vara­formann Efl­ing­ar, og Ólöfu Helgu Ad­olfs­dóttur, rit­ara í stjórn Efl­ing­ar, um að leka upplýsingum um hópuppsögn á skrifstofu félagsins í fjölmiðla.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sakaði Agnieszku Ewu Ziólowska, vara­formann Efl­ing­ar, og Ólöfu Helgu Ad­olfs­dóttur, rit­ara í stjórn Efl­ing­ar, um að leka upplýsingum um hópuppsögn á skrifstofu félagsins í fjölmiðla.

Þetta kom fram á félagsfundinum sem haldinn var í kvöld. Stendur hann enn yfir.

Á stjórnarfundi Eflingar 11. apríl var ákveðið að öllu starfsfólki skrifstofu félagsins yrði sagt upp vegna skipulagsbreytinga.

Segir kröfurnar snúast um enskukunnáttu

Átta starfsmenn hafa sótt um störf sín að nýju hjá Eflingu.

Atvinnuauglýsingar fyrir störf þeirra sem sagt var upp hafa vakið at­hygli vegna nýrra hæfnis­krafa, á borð við ís­lenskukunn­áttu sem gerir mörg­um erfitt að sækja um áfram­hald­andi starf á skrifstofu Eflingar.

Sólveig sagði það ósvífnar árásir gegn sér, að halda því fram að verið sé að losa sig við fólk sem ekki tali íslensku. Öllu fremur sé núna gerð krafa um að allir tali líka ensku.

mbl.is