„Þessir kleinuhringir eru sjúklega góðir!“

Uppskriftir | 27. apríl 2022

Heimabakaðir kleinuhringir sem bragðast unaðslega

„Þessir kleinuhringir eru sjúklega góðir! Kryddaðir með smá brúnkökukryddi sem gerir þá svolítið jólalega og svo hjúpaðir þessu ómótstæðilega hlynsíróps glaze'i með ekta vanillu,“ segir Snorri Guðmunds á Matur & myndir um þessa dýrðlegu kleinuhringi sem er nauðsynlegt að baka.

Heimabakaðir kleinuhringir sem bragðast unaðslega

Uppskriftir | 27. apríl 2022

Ljósmynd/Snorri Guðmunds

„Þessir kleinuhringir eru sjúklega góðir! Kryddaðir með smá brúnkökukryddi sem gerir þá svolítið jólalega og svo hjúpaðir þessu ómótstæðilega hlynsíróps glaze'i með ekta vanillu,“ segir Snorri Guðmunds á Matur & myndir um þessa dýrðlegu kleinuhringi sem er nauðsynlegt að baka.

„Þessir kleinuhringir eru sjúklega góðir! Kryddaðir með smá brúnkökukryddi sem gerir þá svolítið jólalega og svo hjúpaðir þessu ómótstæðilega hlynsíróps glaze'i með ekta vanillu,“ segir Snorri Guðmunds á Matur & myndir um þessa dýrðlegu kleinuhringi sem er nauðsynlegt að baka.

„Í alvöru, það er ekki eftir neinu að bíða! Farðu að baka!“

Bakaðir kleinuhringir með hlynsíróps glaze

Kleinuhringir, 12-14 stk:

  • 180 g hveiti
  • 1,5 tsk. lyftiduft
  • 1/2 tsk. matarsódi
  • 1/4 tsk. salt
  • 1 tsk. brúnkökukrydd
  • 180 ml mjólk
  • 80 ml jógúrt
  • 60 ml smjör
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 1 stórt egg
  • 120 g púðursykur

Aðferð:

  1. Pískið saman hveiti, lyftiduft, matarsóda, salt og brúnkökukrydd í stórri skál.
  2. Bræðið smjörið og látið kólna smá. Pískið saman mjólk, jógúrt, bráðið smjör, vanilludropa, egg og púðursykur.
  3. Blandið blautblöndunni saman við þurrefnablönduna með sleikju þar til allt hefur samlagast.
  4. Spreyið eða smyrjið kleinuhringjaform með olíu.
  5. Færið deigið í sprautupoka eða t.d. stóran samlokupoka og klippið á einn endann. Fyllið formin tæplega 3/4 leið upp af deigi og bakið í 10-11 mín í miðjum ofni.
  6. Látið kólna í nokkrar mín áður en kleinuhringirnir eru fjarlægðir úr forminu.

Hlynsíróps glaze:

  • 60 g smjör
  • 1 msk. rjómi
  • 60 ml hlynsíróp
  • 1 vanilustöng
  • 180 g flórsykur

Aðferð:

  1. Bræðið smjör í potti við vægan hita. Skerið vanillustöng í tvennt og skafið fræin innan úr. Bætið vanillufræjum, rjóma og hlynsírópi út í og og hrærið þar til allt hefur samlagast.
  2. Hrærið flórsykur saman við þar til allt hefur samlagast og slökkvið á hitanum.
  3. Dífið kleinuhringjunum ofan í glaze'ið og setjið svo á vírgrind í 10 mín þar til glaze'ið harðnar.
Ljósmynd/Snorri Guðmunds
mbl.is