Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það áhugaverða staðreynd að margt af skrifstofufólki Eflingar hafi skyndilega orðið „hóp-veikt“ eftir að minnihluti stjórnar hafi lekið upplýsingum um hópuppsögn á skrifstofunni í fjölmiðla. Þetta kemur fram í færslu sem Sólveig birti á Facebook fyrr í dag.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það áhugaverða staðreynd að margt af skrifstofufólki Eflingar hafi skyndilega orðið „hóp-veikt“ eftir að minnihluti stjórnar hafi lekið upplýsingum um hópuppsögn á skrifstofunni í fjölmiðla. Þetta kemur fram í færslu sem Sólveig birti á Facebook fyrr í dag.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það áhugaverða staðreynd að margt af skrifstofufólki Eflingar hafi skyndilega orðið „hóp-veikt“ eftir að minnihluti stjórnar hafi lekið upplýsingum um hópuppsögn á skrifstofunni í fjölmiðla. Þetta kemur fram í færslu sem Sólveig birti á Facebook fyrr í dag.
Margt starfsfólk hefur tilkynnt um veikindi eftir hópuppsögnina og fámennt hefur verið á skrifstofunni síðustu tvær vikur. Starfsfólk hefur greint frá því að erfitt sé að halda úti þjónustu við félagsfólk eins og ástandið er.
Í færslunni segir Sólveig að veikindaréttur starfsfólks Eflingar sé í sumum tilvikum mjög ríflegur og miklu betri en Eflingarfélagar á almennum vinnumarkaði þekki. Þá séu launin hærri og hver mánuður því kostnaðarsamur eftir því. Allt sé að sjálfsögðu greitt beint af félagsgjöldum verka- og láglaunafólks.
Hún segir að ákveðinn hópur starfsfólks telji sig eiga félagið og að rekstur Eflingar eigi að snúast um þeirra þarfir.
Það vakti athygli á félagsfundi Eflingar í gær þegar Sólveig sagði það skjóta skökku við að starfsfólk sem skilað hefði inn langtímaveikindavottorði sæi sér fær að mæta á fundinn.
Í færslu sinni segist hún ekki gera athugasemd við að fólk mæti á fundi í veikindum sínum og það hvarfli ekki að henni að veikindin væru tilbúningur. Hún standi hins vegar við orð sín.
„En ég stend við þau orð mín að það er eftirtektarvert að fólk sem ekki treystir sér til vinnu sinnar hjá verkalýðsfélagi skuli hressast svo skyndilega þegar kemur að félagsfundi í félaginu að það treysti sér að fjölmenna.“
Boðað var til félagsfundur eftir að tæplega 500 félagsmenn Eflingar kröfðust þess að fá fund til a ræða hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar, þar sem öllum var sagt upp fyrr í mánuðinum. Tillaga um að draga uppsagnirnar til baka var felld með 152 atkvæðum gegn 106 atkvæðum.
Í færslunni segir Sólveig einnig að „sá mikli hernaður“ sem beinst hafi gegn henni og rétti félagsfólks Eflingar til að stjórna félaginu, hafi verið skipulagður með þátttöku innan úr Alþýðusambandinu, þar sem „sérfræðingaveldi millistéttarinnar“ sé jafnvel sterkara en í Eflingu.
Drífa Snædal, forseti ASÍ, hafi gefið út miklar herkvaðningar gegn henni og stjórn Eflingar á síðustu vikum, bæði í fjölmiðlum og í miðstjórn ASÍ.
Á fundinn í gær hafi verið mættur fjölmennur hópur starfsfólks Eflingar og Alþýðusambandsins, sem sé félagsfólk í Eflingu.
„Þetta fólk telur sig ekki aðeins eiga heimtingu á því að vera á góðu launum fjármögnuðum af verkafólki á meðan það er tilbúið til að vinna bakvið tjöldin gegn réttindum þess til lýðræðislegra yfirráða yfir sínu eigin félagi, heldur telur það sig jafnframt eiga fulla heimtingu á því að smala sjálfu sér á félagsfundi til að berjast þar fyrir sínum forréttindum.“
Ekki hefur náðst í Sólveigu Önnu í dag.