Kampakátur hafnarvörður á Arnarstapa

Smábátaveiðar | 29. apríl 2022

Kampakátur hafnarvörður á Arnarstapa

Nóg var um að vera í höfninni á Arnarstapa þegar fréttaritari mbl.is og Morgunblaðsins bar að garði. Veiði hafði verið góð og biðu bátar eftir því að landa afla enda aðeins einn löndunarkrani í höfninni.

Kampakátur hafnarvörður á Arnarstapa

Smábátaveiðar | 29. apríl 2022

Guðmundur Már Ívarsson hafnarvörður kátur með gang mála á Arnarstapa
Guðmundur Már Ívarsson hafnarvörður kátur með gang mála á Arnarstapa mbl.is/Alfons

Nóg var um að vera í höfninni á Arnarstapa þegar fréttaritari mbl.is og Morgunblaðsins bar að garði. Veiði hafði verið góð og biðu bátar eftir því að landa afla enda aðeins einn löndunarkrani í höfninni.

Nóg var um að vera í höfninni á Arnarstapa þegar fréttaritari mbl.is og Morgunblaðsins bar að garði. Veiði hafði verið góð og biðu bátar eftir því að landa afla enda aðeins einn löndunarkrani í höfninni.

Guðmundur Már Ívarsson, hafnarvörður og starfsmaður Fiskmarkaðs Íslands á Arnarstapa, var kampakátur er hann var í óða önn að landa og vigta afla úr bátunum. „Í apríl hefur verið mjög góð veiði handfærabáta skammt frá höfninni og góður fiskur og aflinn verið 3 tonn yfir daginn, einnig hefur línubáturinn Særif SH róið héðan og aflinn hjá þeim hefur farið í 21 tonn í róðri,“ sagði Guðmundur.

Friðþjófur Orri Jóhannsson skipstóri á línubátnum Særif SH var í …
Friðþjófur Orri Jóhannsson skipstóri á línubátnum Særif SH var í miklu stuði á höfninni . mbl.is/Alfons

Telur hann að stefni í metfjölda báta á strandveiðum í sumar, en þær hefjast á mánudag 2. maí. „Ég hef verið hér í 10 ár og mest hafa verið hér 50 strandveiðibátar og á ég von á því að þar verði fleiri strandveiði bátar þetta sumarið.“

Ragnar G. Guðmundsson á handfærabátnum Ríkey MB var með um eitt tonn af flottum þorski eftir stuttan tíma á miðunum. „Það flottur fiskur bara hérna skammt frá hafnarkjaftinum,“ sagði Ragnar kátur.

Ragnar G Guðmundsson var ánægður með sinn afla.
Ragnar G Guðmundsson var ánægður með sinn afla. mbl.is/Alfons
Bátar sem bíða eftir löndun, en aðeins einn löndunarkrani er …
Bátar sem bíða eftir löndun, en aðeins einn löndunarkrani er á Arnarstapahöfn. mbl.is/Alfons
mbl.is