Meyjan: Þú átt fleiri aðdáendur en þú heldur

Stjörnuspá Siggu Kling | 29. apríl 2022

Meyjan: Þú átt fleiri aðdáendur en þú heldur

Elsku Meyjan mín,

Meyjan: Þú átt fleiri aðdáendur en þú heldur

Stjörnuspá Siggu Kling | 29. apríl 2022

Elsku Meyjan mín,

Elsku Meyjan mín,

lífið er eins og að fæðast í landi tækifæranna. Í þér býr veröld og þú verður að gera þér grein fyrir því að þú getur svo miklu meira en þú gerir. Þú þarft að testa sjálfa þig, skora á þig og ef þér finnst að ekkert hafi gengið nógu vel síðasta eina og hálfa árið, þá er akkúrat tíminn núna til þess að beygja út af þeim vegi. Hins vegar ef þér finnst að hamingjan liggi í því sem þú ert að framkvæma, gerðu það þá tvöfalt meira.  

Það er eitt sem einkennir þig svo sterkt að það er fátt sem stoppar þig þegar þú skundar af stað. Þú hefur litríka sköpunarhæfileika, þó það sé ekki endilega að mála mynd eða að prjóna peysu. Þú hefur sérstakan fatastíl og líður ekkert ofboðslega vel ef þú ert bara ekki elegant.  

Ef þér finnst þú hafir tapað einhverju sem er merkilegt og mikilvægt, þá er eins og þú fáir það aftur upp í hendurnar. Ef þér finnst það hlutverk eða hlutur ekki eins gefandi og hann var, láttu það þá frá þér. Því það er mjög trúlegt að skilaboðin séu þá að þú eigir að prófa annað og velja hlutina á annan hátt.  

Ég sé mikið ljós yfir Meyjarmerkinu og þarna virðast koma svo margir sem hreinlega slái í gegn. Það er ekki víst að ríkisstjórnin veiti einhver verðlaun, en allavega eru margir aðdáendur í kringum þig, þú gerir þér bara ekki grein fyrir því hversu sterk þú ert.   

Þú þarft að klappa þér á bakið á hverjum degi og segja: „Mikið ofboðslega er ég heppin að vera ég.“ Og ef þú skoðar það vel myndirðu aldrei vilja vera einhver annar. Þú ert að byggja þig upp eins og bjartasta skartið og sogar þar af leiðandi að þér þá sem vilja eiga heima í vefnum þínum. 

Knús og kossar,

Sigga Kling. 

mbl.is