Lifði eins og Victoria Beckham í viku

Beckham-fjölskyldan | 1. maí 2022

Lifði eins og Viktoría Beckham í viku

Victoria Beckham er fræg fyrir að borða fábreyttan mat og unna sér aldrei hvíldar frá ræktinni. Erin Cook ákvað að lifa eins og Victoria Beckham í eina viku og sjá hvað gerðist.

Lifði eins og Viktoría Beckham í viku

Beckham-fjölskyldan | 1. maí 2022

Erin Cook ákvað að prófa að borða og hreyfa sig …
Erin Cook ákvað að prófa að borða og hreyfa sig eins og Viktoría Beckham. Skjáskot/Instagram

Victoria Beckham er fræg fyrir að borða fábreyttan mat og unna sér aldrei hvíldar frá ræktinni. Erin Cook ákvað að lifa eins og Victoria Beckham í eina viku og sjá hvað gerðist.

Victoria Beckham er fræg fyrir að borða fábreyttan mat og unna sér aldrei hvíldar frá ræktinni. Erin Cook ákvað að lifa eins og Victoria Beckham í eina viku og sjá hvað gerðist.

„Fyrir fáeinum vikum missti David Beckham sitthvað út úr sér varðandi mataræði eiginkonu sinnar Victoriu. „Þegar ég er að borða eitthvað frábært þá vil ég að allir smakki en því miður er ég giftur konu sem hefur borðað sama matinn í 25 ár. Sem er grillaður fiskur og gufusoðið grænmeti. Og hún borðar sjaldnast neitt annað.“

„Victoria hefur áður tjáð sig um strangt mataræði sitt og m.a. sagt: „Ég elska að borða hollt og ég er í þeirri stöðu að það er mjög auðvelt fyrir mig. Ég hef efni á að borða úrvalshráefni. Ég ætlast til mikils af líkama mínum og ég er aldrei veik. Maður verður að vera góður við líkamann til þess að gera kröfur til hans.“

„Markmiðið mitt var því að fara alla leið og tileinka mér hennar mataræði og líkamsrækt til þess að skilja betur hvernig hún nær að halda þetta út allan daginn, alla daga. Hvað þýðir það að borða vel og ætlast til mikils af líkamanum? “

Viktoría Beckham leggur mikið á sig til að viðhalda grönnum …
Viktoría Beckham leggur mikið á sig til að viðhalda grönnum líkama. AFP

Þetta borðar Victoria Beckham:

Morgunmatur: Grænn smoothie

Hádegismatur: Ezekiel-brauð með avókadó (hún borðar fjögur avókadó á dag). 

Snarl: Avókadó

Kvöldverður: Gufusoðinn fiskur og grænmeti.

Eftirréttur: Aldrei.

Næringarfræðingurinn Peta Carige segir að matarræði Viktoríu sé ekki gott fyrir alhliða heilsu. „Mín hugmynd um heilsusamlegt mataræði er að tryggja fjölbreyttan næringarríkan mat sem hjálpar manni að viðhalda orku. Ég myndi bæta við meiri prótínum eins og eggjum eða mögru kjöti, trefjum úr ávöxtum og heilkornum.

Vertu undir það búin að finna fyrir hungri á hennar matarræði.“

Viktoría Beckham stundar mikla líkamsrækt alla daga.
Viktoría Beckham stundar mikla líkamsrækt alla daga. Skjáskot/Instagram

Líkamsrækt Victoriu Beckham:

Beckham byrjar daginn á að hlaupa og ganga fimm til sjö kílómetra fyrir klukkan sex á morgnana. Svo gerir hún styrktaræfingar í klukkutíma.
„Þetta er almennt góð líkamsræktarrútína þar sem hún gengur út á bæði styrk og brennslu en maður á ekki að þurfa að gera þetta á hverjum degi. Ég myndi mæla með 45 mínútum þrisvar til fjórum sinnum í viku og ganga eða skokka daglega,“ segir einkaþjálfarinn Ben Lucas. „Allir ættu að gefa sér einn til tvo hvíldardaga í viku. Þá ætti maður ekki að fara of geyst af stað heldur vinna sig upp.“
Viktoría Beckham er mjög öguð þegar kemur að ræktinni.
Viktoría Beckham er mjög öguð þegar kemur að ræktinni. Skjáskot/Instagram

Lærdómurinn eftir viku

„Eftir því sem leið á vikuna varð ég þróttminni og úrillari. Ég fékk hausverk sem kom og fór alla vikuna og ég gæti ekki litið á annan grænan safa þótt ég fengi borgað fyrir það. Án þess að ætla að þykjast vita hvað rekur Victoriu Beckham áfram í afar einsleitu og ströngu mataræði get ég fullyrt að þessi vika var erfið og ekki raunhæft að ætla að viðhalda slíkum lífsstíl til lengdar. Ég hélt að ég myndi endast mun lengur en ég var orðin hundleið undir lok vikunnar og algerlega búin á því andlega og líkamlega.“

View this post on Instagram

A post shared by Erin Cook (@therealerincook)



mbl.is