Margir mættu taka Sólveigu Önnu til fyrirmyndar

Væringar innan Eflingar | 1. maí 2022

Margir mættu taka Sólveigu Önnu til fyrirmyndar

Formanni Framsýnar, stéttarfélags Þingeyinga, þykir umræðan um hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar, hafa tekið of mikla athygli frá umræðunni um söluna á Íslandsbanka. 

Margir mættu taka Sólveigu Önnu til fyrirmyndar

Væringar innan Eflingar | 1. maí 2022

Aðalsteinn Árni Baldursson flytur hátíðarræðu sína 1. maí.
Aðalsteinn Árni Baldursson flytur hátíðarræðu sína 1. maí. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Formanni Framsýnar, stéttarfélags Þingeyinga, þykir umræðan um hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar, hafa tekið of mikla athygli frá umræðunni um söluna á Íslandsbanka. 

Formanni Framsýnar, stéttarfélags Þingeyinga, þykir umræðan um hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar, hafa tekið of mikla athygli frá umræðunni um söluna á Íslandsbanka. 

„Menn þurfa ekki að hafa mikið á milli eyrnanna til að átta sig á því til hvers leikurinn er gerður. Það er að færa umræðuna frá braskinu og sjálftökuliðinu yfir í deilur innan Eflingar, þar sem tekist er á um persónur, stefnu og völd innan félagsins,“ sagði Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar, í hátíðarræðu sinni í tilefni baráttudags verkalýðsins. 

Að hans mati gerði stjórn Eflingar mistök með því að ráðast í hópuppsagnir, enda hefði verið hægt að gera ásættanlegar breytingar á skrifstofunni í þágu stjórnar, starfsmanna og félagsmanna, með utanaðkomandi ráðgjöf. 

Umræðan um Eflingu hafi skaðað verkalýðshreyfinguna í heild. „Ég þekki ágætlega til í málefnum Eflingar og blöskrar oft umræðan um félagið út í samfélaginu.

Hægri öfl og „góða fólkið“ vilji Sólveigu burt

„Ákveðin hægri öfl í þjóðfélaginu hafa markvist unnið að því að koma Sólveigu frá sem endurspeglast í fjölmiðlaumræðunni og á samskiptamiðlum. Menn hræðast þessa konu sem komið hefur af miklum krafti inn í verkalýðshreyfinguna með nýja sýn, slagkraft og öðruvísi nálgun á kjarabaráttu en áður hefur þekkst. Slagkraft og málflutning sem hreyfinguna hefur lengi vantað. Vissulega er Sólveig Anna kjaftfor og talar hreint út, sem fellur ekki öllum vel í geð, en það þarf kjark, þor og vilja til að ná fram réttlæti og jöfnuði í þessu landi.“

Þá segir hann jafnframt að „góða fólkið“ hafi hindrað kjör Sólveigar Önnu á síðasta þingi Starfsgreinasambands Íslands, með samstilltu átaki. 

„Svo það sé bara sagt hreint út, þá er betri bandamaður til að berjast fyrir bættum kjörum láglaunafólks vandfundinn innan íslenskrar verkalýðshreyfingar og mættu margir aðrir verkalýðsforingjar taka hana sér til fyrirmyndar.“

„Hættum þessum sandkassaleik“

Í þessu máli berum við öll ábyrgð. Hættum þessum sandkassaleik, snúum okkur þess í stað að þeim krefjandi verkefnum sem framundan eru í réttindamálum verkafólks, öryrkja og aldraðra. Þar eru verkefnin óþrjótandi og markið að auknum jöfnuði er því miður ekki í sjónmáli.“

Aðalsteinn vill sjá hækkun á lágmarkslaunum og að krónutöluleiðin verði farin, fremur en prósentuleiðin, þar sem sú leið skili sér aðeins til þeirra tekjuhærri. 

Hann vonast til þess að samstaða náist um að framlengja Lífskjarasamninginn á svipuðum nótum og núverandi samningsforsendur byggi á. 

Ræðuna má lesa í heild inn á heimasíðu Framsýnar.

mbl.is