Vinna að því að fá flytja þá bestu heim til Bandaríkjanna

Vinna að því að fá flytja þá bestu heim til Bandaríkjanna

Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur gefið það út að bandaríska körfuknattleiksstjarnan Brittney Griner sé ólöglega í haldi í Rússlandi að mati þess eftir að hún var handtekin þar í landi í febrúar síðastliðnum.

Vinna að því að fá flytja þá bestu heim til Bandaríkjanna

Fangaskipti Rússlands og Bandaríkjanna | 3. maí 2022

Brittney Griner í leik með Phoenix Mercury, liði hennar í …
Brittney Griner í leik með Phoenix Mercury, liði hennar í WNBA-deildinni. AFP/Christian Petersen

Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur gefið það út að bandaríska körfuknattleiksstjarnan Brittney Griner sé ólöglega í haldi í Rússlandi að mati þess eftir að hún var handtekin þar í landi í febrúar síðastliðnum.

Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur gefið það út að bandaríska körfuknattleiksstjarnan Brittney Griner sé ólöglega í haldi í Rússlandi að mati þess eftir að hún var handtekin þar í landi í febrúar síðastliðnum.

Griner, sem er talin ein besta ef ekki besta körfuboltakona sögunnar, var handtekin á flugvelli í Moskvu vegna þess að hún var með hylki sem innihélt kannabisolíu í sínum fórum, sem er ólögleg í Rússlandi.

„Utanríkisráðuneytið hefur ákvarðað að Rússland hafi handtekið bandaríska ríkisborgarann Brittney Griner á ólögmætan hátt.“

Griner hefur leikið í Rússlandi á meðan tímabilið í WNBA er ekki í gangi undanfarin ár.

„Öryggi bandarískra borgara er í hæsta forgangi hjá hjá utanríkisráðuneytinu.

Griner hefur í tvígang unnið til ólympíugulls með Bandaríkjunum, hefur unnið WNBA-meistaratitil og verið valin sjö sinnum í úrvalslið deildarinnar.

Utanríkisráðuneytið vinnur nú að því að fá hana framselda til Bandaríkjanna og hyggst ekki bíða eftir dómsúrskurði rússneskra dómstóla í máli hennar.

mbl.is