Girnilegasta taco uppskrift sem sést hefur lengi

Uppskriftir | 4. maí 2022

Girnilegasta taco uppskrift sem sést hefur lengi

Við elskum taco og hér er Berglind Guðmunds á GRGS.is sem toppar flest. Hún notar andalæri og bladar rauðkáli og pikkluðum rauðlauk við. Blanda sem gulltryggir gæðin!

Girnilegasta taco uppskrift sem sést hefur lengi

Uppskriftir | 4. maí 2022

Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Við elskum taco og hér er Berglind Guðmunds á GRGS.is sem toppar flest. Hún notar andalæri og bladar rauðkáli og pikkluðum rauðlauk við. Blanda sem gulltryggir gæðin!

Við elskum taco og hér er Berglind Guðmunds á GRGS.is sem toppar flest. Hún notar andalæri og bladar rauðkáli og pikkluðum rauðlauk við. Blanda sem gulltryggir gæðin!

Andataco með rauðkálssalti og pikkluðum rauðlauk

Fyrir 4-6

  • 5 andalæri í dós
  • sjávarsalt

Rauðkál:

  • 1/4 rauðkálshaus, rifið fínt (ég notaði mandolin)
  • 1/2 agúrka, kjarnhreinsuð og skorin í strimla
  • 1/2 búnt kóríander, saxað
  • safi úr límónu

Pikklaður rauðlaukur:

  • 1 rauðlaukur
  • 240 ml eplaedik
  • 1 msk. sykur
  • 1 tsk. salt

Sósa:

  • Sýrður rjómi
  • 10-12 litlar tortillur

Leiðbeiningar

  1. Takið andalærin úr dósinni og þerrið lítillega. Hér má salta og setja beint í ofn en ef ég hef tíma þá læt ég vel af sjávarsalti yfir lærin og geymi í kæli yfir nótt. Svo tek ég smá af saltinu frá og set inn í ofn. Bæði gott - þitt er valið. Eldið í 180°c heitum ofni í 20-25 mínútur. Gott er að láta á grill í lokin til að fitan verði stökk. Rífið kjötið niður með tveimur göfflum.
  2. Blandið hráefnum fyrir rauðkálssalatið saman í skál og smakkið til með límónusafa. Geymið í kæli.
  3. Rauðlaukurinn er skorinn í sneiðar, settur í sigti og sjóðandi vatni helt yfir. Í glerkrukku er öllu blandað saman, hrist vel og látið standa í ísskáp í allavega 30 mínútur en geymist í nokkra daga.
  4. Hitið tortillurnar. Setjið sýrðan rjóma, andalæri, rauðkál, pikklan rauðlauk á tortilluna. Berið fram strax.
mbl.is