Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, er hæstánægður með að stjórnvöld hafi undirritað viljayfirlýsingu um byggingu nýrrar þjóðarhallar í innanhússíþróttum í Laugardal í dag.
Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, er hæstánægður með að stjórnvöld hafi undirritað viljayfirlýsingu um byggingu nýrrar þjóðarhallar í innanhússíþróttum í Laugardal í dag.
Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, er hæstánægður með að stjórnvöld hafi undirritað viljayfirlýsingu um byggingu nýrrar þjóðarhallar í innanhússíþróttum í Laugardal í dag.
„Þetta eru frábærar fréttir og ég vil bara segja að þetta sé gleðidagur fyrir okkur í íþróttahreyfingunni og okkur sem eru í innanhússíþróttum, að þetta sé núna komið á það stig að viljayfirlýsing hefur verið undirrituð.
En nú þarf að halda áfram. Þetta er það sem við höfum verið að kalla eftir á undanförnum mánuðum og árum,“ sagði Hannes í samtali við mbl.is í dag.
Hann sagði KKÍ hafa ýtt á eftir viljayfirlýsingunni, sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu í dag.
„Það var ljóst að eftir þá vinnu sem nefnd um þjóðarleikvang vann og skilaði af sér fyrir tveimur árum að þetta væri næsta skref. Þess vegna höfum við nú verið að ýta á eftir þessu þannig að ég segi það að þetta sé mikið fagnaðarefni.
Þetta er fyrsta skrefið og þess vegna þarf núna að drífa sig að skipa þessa framkvæmdanefnd sem á að taka næstu skref varðandi hönnun og þá vinnu sem fram undan er. Ég vil sjá það gerast núna, við munum alveg ýta við stjórnvöldum í að fara í þá vinnu núna fljótt, þetta er ekki eitthvað sem á að bíða,“ bætti Hannes við.
Hann hefur trú á því að farið verði í þessa áframhaldandi vinnu sem fyrst.
„Ég hef trú á því að það verði gert vegna þess að ráðherra íþróttamála, Ásmundur Einar, hefur tekið þetta mál mjög föstum tökum frá því hann tók við embætti. Hann hefur unnið þetta mjög vel. Hann og ríkisstjórnin eiga miklar þakkir skildar fyrir þetta ásamt að sjálfsögðu Reykjavíkurborg sem er inni í þessu.
Ráðherra íþróttamála er það fastur fyrir í þessu og ríkisstjórnin hefur gefið þetta fast út með þessari yfirlýsingu að ég hef bara mikla trú því að við getum farið að taka skóflustungu öðru hvoru megin við áramótin,“ sagði Hannes.
Hann kveðst því bjartsýnn á að verkinu verði lokið árið 2025 eins og stefnt sé að.
„Ég er mjög bjartsýnn á það og er nokkuð viss um að það verði farið í þetta af fullum þunga. Við megum engan tíma missa. Það þarf að fara í þessa vinnu strax núna í maí, það er ekkert annað sem blívur svo að nefndin sé komin af stað fyrir næstu mánaðamót og haldi áfram vinnunni.
Við erum þess fullviss að haustið 2025 verði spilaðir landsleikir í nýrri þjóðarhöll. Svo er þetta ekki bara spurning um landsleiki, þetta er spurning um heimili fyrir landsliðin okkar þannig að þarna geti farið fram æfingar fyrir yngri landsliðin sem og karla- og kvennalandsliðin okkar. Þetta yrði loksins sem við í inniíþróttunum eignumst heimili fyrir landsliðin okkar,“ sagði Hannes að lokum í samtali við mbl.is.