Æðsti leiðtogi Afganistans og yfirmaður talíbana hefur fyrirskipað konum í landinu að hylja allan líkamann sinn með búrku á almannafæri.
Æðsti leiðtogi Afganistans og yfirmaður talíbana hefur fyrirskipað konum í landinu að hylja allan líkamann sinn með búrku á almannafæri.
Æðsti leiðtogi Afganistans og yfirmaður talíbana hefur fyrirskipað konum í landinu að hylja allan líkamann sinn með búrku á almannafæri.
Þetta eru einar af ströngustu reglunum gagnvart konum síðan talíbanar hrifsuðu til sín völdin í landinu.
„Þær eiga allar að klæðast chadori (búrka frá toppi til táar) vegna þess að það sýnir virðingu og hefðin kveður á um það,“ sagði í tilkynningu frá Hibatullah Akhundzada, sem talíbönsk yfirvöld birtu í höfuðborginni Kabúl.
„Þær konur sem eru ekki of gamlar eða of ungar verða að hylja andlit sín, nema augun til að koma í veg fyrir ögrun þegar þær hitta karlmenn sem eru ekki mahram (fullorðnir menn sem tengjast þeim),“ sagði í tilkynningunni.
Þar kom einnig fram að ef konur hafa ekki mikilvægu starfi að sinna utan heimilisins „er betra að þær haldi sig heima við“.
Þegar talíbanar voru við völd frá 1996 til 2001 settu þeir samskonar hömlur á konur.