Íslensk flugfreyja gefur farþegum ráð

Ferðaráð | 8. maí 2022

Íslensk flugfreyja gefur farþegum ráð

Flugliðar ferðast oftar en flestir og verða oft og tíðum vitni að atburðum sem fáir gætu ímyndað sér að ættu sér stað um borð í flugvél. Ferðavefur mbl.is leitaði til íslenskrar flugfreyju sem segir að þetta beri að varast í flugi. 

Íslensk flugfreyja gefur farþegum ráð

Ferðaráð | 8. maí 2022

Íslensk flugfreyja segir að fólk ætti aldrei að fara á …
Íslensk flugfreyja segir að fólk ætti aldrei að fara á sokkunum á salernið og borða vel fyrir flug. Ljósmynd/Colourbox

Flugliðar ferðast oftar en flestir og verða oft og tíðum vitni að atburðum sem fáir gætu ímyndað sér að ættu sér stað um borð í flugvél. Ferðavefur mbl.is leitaði til íslenskrar flugfreyju sem segir að þetta beri að varast í flugi. 

Flugliðar ferðast oftar en flestir og verða oft og tíðum vitni að atburðum sem fáir gætu ímyndað sér að ættu sér stað um borð í flugvél. Ferðavefur mbl.is leitaði til íslenskrar flugfreyju sem segir að þetta beri að varast í flugi. 

Drykkja um borð og fyrir flug

Spenntir og þyrstir ferðalangar eiga það til að missa sig í gleðinni þegar það kemur að áfengisneyslu. Það sem fáir vita er að áhrif áfengis magnast þegar vélin er komin í loftið. Oft með þeim afleiðingum að fólk verður ofurölvi á skömmum tíma. Þessi íslenska flugfreyja segist hafa orðið vitni að því allt of oft að farþegar hafi þurft að kasta upp í miðju flugi - sér og öðrum til mikilla óþæginda.

Unsplash/Mohammad Arrahmanur

Skiptiaðstaða er inni á salernum

Þessi íslenska flugfreyja segir að það sé fátt ógirnilegra en að ganga frá eftir flug og reka þá augun í kúkableiu sem skilin hefur verið eftir í sætisvasanum. Það er góð og gild ástæða fyrir því að það eru skiptiborð inni á öllum salernum flugvéla. Þessi íslenska flugfreyja mælir með því að farþegar sýni öðrum farþegum virðingu og skipti á afkvæmum sínum inni á salernum - ekki í flugsætinu.

Næring er lykilatriði fyrir flug

Íslenska flugfreyjan segir að það skipti máli að fólk borði fyrir flug. Hún segir að blóðsykursfall á flugi sé mun algengra en fólki grunar. Það hefur því gerst oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að liðið hefur yfir farþega. Hún mælir með því að fólk drekki vel af vatni bæði fyrir flug og í flugi. 

unsplash/toniosmundon

Vertu í skóm þegar þú stendur upp

Íslenska flugfreyjan bendir á að fólk ætti aldrei að fara skólaust inn á salerni. Það sé bæði vegna hreinlætis og líka vegna öryggis. 
Flugvélasalerni eru í rauninni almenningssalerni nema þau eru á hreyfingu sem veldur því að það er erfiðara fyrir suma að hitta á réttan stað. Hurðar inn á salerni geta lokast hratt og þá er verra ef tær verði á milli. Þessi flugfreyja hefur upplifað það að táneglur hafi fokið af farþegum í flugi vegna skóleysis. 

Unsplash/Suhyeon Choi

Ælupokar eru ekki ruslapokar

Í hverjum sætisvasa eru ælupokar ásamt öryggisleiðbeiningum. Þessi íslenska flugfreyja bendir á að hver farþegi ætti að lesa leiðbeiningar í hvert skipti því flugvélar eru af misjöfnum tegundum. Hún mælir líka með því að fólk noti ælupoka ekki sem ruslapoka. Það kemur oftar en fólk grunar fyrir að það vanti ælupoka þegar farþegi þarf að kasta upp og það er ekki góð upplifun fyrir neinn. 

Þessi íslenska flugfreyja mælir líka með því að farþegar átti sig á því að flugliðar eru ekki upp á punt heldur til að gæta öryggis allra um borð. 

mbl.is