Framleiðendur segjast hafa fylgt öryggisreglum

Alec Baldwin | 11. maí 2022

Framleiðendur segjast hafa fylgt öryggisreglum

Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa andmælt opinberri skýrslu þar sem segir að þeir hafi ekki gætt að byssuöryggi á tökustað.

Framleiðendur segjast hafa fylgt öryggisreglum

Alec Baldwin | 11. maí 2022

Alec Baldwin í október síðastliðnum.
Alec Baldwin í október síðastliðnum. AFP

Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa andmælt opinberri skýrslu þar sem segir að þeir hafi ekki gætt að byssuöryggi á tökustað.

Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa andmælt opinberri skýrslu þar sem segir að þeir hafi ekki gætt að byssuöryggi á tökustað.

Tökumaðurinn Halyna Hutchins lést við tökur á myndinni eftir að voðaskot hljóp úr byssu sem leikarinn Alec Baldwin hélt á. Þá særðist Joel Souza leikstjóri myndarinnar einnig.

Framleiðslufyrirtækið segist hafa framfylgt öllum viðeigandi öryggisreglum, að því er BBC greinir frá. Allir leikarar sem handléku byssur hafi fengið næga þjálfun og aðstoðarleikstjóranum var bent á að halda öryggisfundi á dögum þegar skotvopn voru notuð. Jafnframt hafi slíkur fundur átt sér stað að morgni voðaskotsins.

Segir skýrsluna hafa sýknað sig

Baldwin sem bæði lék í myndinni og er einn framleiðaeda hennar neitar því að hafa tekið í gikkinn á byssunni. Hann hefur einnig sagt að skýrsla heilbrigðiseftirlits Nýja Mexíkó-ríkis hafi sýknað hann og að ljóst væri að vald hans sem meðframleiðanda takmarkaðist við að samþykkja handritsbreytingar og að velja leikara.

Heilbrigðiseftirlitið sektaði framleiðslufyrirtækið um 136.000 dali í apríl en um er að ræða hæstu mögulegu sekt.

Framleiðslufyrirtækið heldur því fram að það hafi ekki borið ábyrgð á eftirliti með kvikmyndasettinu. Hvað þá með viðhaldi og hleðslu vopna. Þá sagði fyrirtækið að lög heimiluðu framleiðendum að framselja skotvopnaöryggi til sérfræðinga á því sviði.

Hefði verið hægt að koma í veg fyrir harmleikinn

Fyrirtækið neitaði því einnig að Hannah Gutierrez-Reed, sem hafði yfirumsjón með skotvopnum á tökustað myndarinnar, hefði haft of mikið á sinni könnu þar sem hún starfaði einnig við aðstoð með leikmuni á setti. Það sagði að umsjón hennar með skotvopnum hefði alltaf haft forgang. Hún hafi haft nægan tíma til að skoða skotvopnin en „ekki sinnt vinnu sinni sem skyldi“.

Lögfræðingar Gutierrez-Reed segja skýrslu heilbrigðiseftirlitsins sýna að hún hafi ekki haft nægan tíma til að sinna vinnu sinni og að framleiðendur hefðu ekki kallað á Hönnuh til að skoða skotfærið rétt áður en Baldwin átti að nota það á setti.

„Eins og við höfum áður sagt, hefði einhver úr framleiðslunni kallað Hönnuh aftur inn í kirkjuna áður en atriðið var tekið upp til að ráðfæra sig við hana, hefði verið hægt að koma í veg fyrir þennan harmleik,“ bættu þeir við.

mbl.is