Systur skjótast upp í veðbönkum

Eurovision | 11. maí 2022

Systur skjótast upp í veðbönkum

Systur virðast hafa heillað Evrópu upp úr skónum með flutningi sínum á laginu Með hækkandi sól í fyrri undankeppni Eurovision-söngvakeppninnar í gærkvöldi. Íslandi er nú spáð 23. sætinu á úrslitakvöldinu og hefur færst upp um átta sæti á nokkrum klukkustundum. 

Systur skjótast upp í veðbönkum

Eurovision | 11. maí 2022

Systur eru á fleygiferð í veðbönkum.
Systur eru á fleygiferð í veðbönkum. EBU / ANDRES PUTTING

Systur virðast hafa heillað Evrópu upp úr skónum með flutningi sínum á laginu Með hækkandi sól í fyrri undankeppni Eurovision-söngvakeppninnar í gærkvöldi. Íslandi er nú spáð 23. sætinu á úrslitakvöldinu og hefur færst upp um átta sæti á nokkrum klukkustundum. 

Systur virðast hafa heillað Evrópu upp úr skónum með flutningi sínum á laginu Með hækkandi sól í fyrri undankeppni Eurovision-söngvakeppninnar í gærkvöldi. Íslandi er nú spáð 23. sætinu á úrslitakvöldinu og hefur færst upp um átta sæti á nokkrum klukkustundum. 

Systur komust áfram í úrslitin í gær en veðbankar höfðu ekki spáð þeim góðu gengi síðustu tvo mánuði eða svo. Þau Sigríður, Elísabet, Elín og Eyþór Eyþórsbörn komu því öllum á óvart og ekki síst sjálfum sér þegar þau komust alla leið. 

Úkraínu er enn spáð sigri en heimamönnum hér á Ítalíu er spáð öðru sætinu. Það þykir allóvanalegt því landið sem heldur keppnina hverju sinni endar yfirleitt fremur neðarlega. Svíþjóð er spáð þriðja sæti en það gæti breyst annað kvöld eftir seinni undankeppnina. Svíþjóð er spáð 1. sætinu í undankeppninni. 

mbl.is