G7-ríkin fordæma síauknar skerðingar á réttindum kvenna og stúlkna í Afganistan undir stjórn talíbana.
G7-ríkin fordæma síauknar skerðingar á réttindum kvenna og stúlkna í Afganistan undir stjórn talíbana.
G7-ríkin fordæma síauknar skerðingar á réttindum kvenna og stúlkna í Afganistan undir stjórn talíbana.
„Við köllum eftir því að talíbanar taki skref til þess að aflétta þeim takmörkunum sem þeir hafa sett konum og stúlkum.“
Yfirlýsingin kemur frá utanríkisráðherrum iðnríkjanna sjö sem kennd eru við G7, þ.e. Kanada, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Japan, Bretlands og Bandaríkjanna.
„Við fordæmum innleiðingu sífellt meira íþyngjandi aðgerða, sem skerða með alvarlegum hætti réttindi helmings þjóðarinnar til fullgildrar þátttöku í samfélaginu.“
Þá bentu þeir á að með þessum aðgerðum væri talíbanar að einangra sig enn frekar frá alþjóðasamfélaginu.
Á síðasta ári, þegar talíbanar komust til valda í Afganistan, lofuðu þeir að stjórnarhættir þeirra yrðu mildari í garð kvenna, en þeir höfðu verið á fyrri valdatíð þeirra sem varði frá 1996 til 2001.
Þeir hafa aftur á móti sífellt verið að taka skref í átt að frekari skerðingum á réttindum Afgana, sérstaklega kvenna.
Stúlkum hefur til að mynda verið meinuð skólaganga á miðstigi og konur fá ekki að sinna opinberum störfum.
Auk þess hefur konum víðsvegar um landið verið bannað að ferðast um einar síns liðs, og í síðustu viku fyrirskipuðu stjórnvöld að þær skyldu hylja andlit sitt að fullu á almannafæri.