Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál sem snýr að knattspyrnumönnunum Aroni Einari Gunnarssyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni.
Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál sem snýr að knattspyrnumönnunum Aroni Einari Gunnarssyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni.
Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál sem snýr að knattspyrnumönnunum Aroni Einari Gunnarssyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni.
Þetta staðfesti Einar Oddur Sigurðsson, lögmaður Arons Einars, í samtali við mbl.is í dag.
Íslensk kona lagði fram kæru á hendur leikmönnunum tveimur á síðasta ári þar sem hún sakaði þá um nauðgun en umrætt atvik á að hafa átt sér stað í Kaupmannahöfn árið 2010 í landsliðsverkefni íslenska karlalandsliðsins.
„Þetta er eitthvað sem þeir eru búnir að vera bíða eftir og það var gott að fá þetta staðfest í dag,“ sagði Einar Oddur í samtali við mbl.is.
Niðurstöðurnar eru í samræmi við það sem þeir hafa áður haldið fram um að þeir hafi aldrei brotið af sér eða beitt ofbeldi,“ bætti Einar Oddur við.
Áttu von á því að leikmennirnir sjálfir muni tjá sig eitthvað á næstu dögum?
„Ég get ekki svarað fyrir það né fyrir Eggert Gunnþór en það er ljóst að það er ýmislegt sem þarf að skoða í þessu, meðal annars hvernig haldið var á spilunum innan raða FH og KSÍ.
Í dag átti sér stað ákveðinn vendipunktur í málinu sem margir hafa verið að bíða eftir og við þurfum að bíða og sjá hver næstu skref verða,“ bætti Einar Oddur við í samtali við mbl.is.