Díana Íva Gunnarsdóttir, fegurðardrottning og frambjóðandi Eyjalistans í Vestmannaeyjum, lifir afar athafnasömu lífi. Díönu Ívu er margt til lista lagt enda hefur hún hingað til verið óhrædd við að stökkva í djúpu laugina og þreifa fyrir sér á ýmsum nýjum og framandi sviðum. Meðfram framboðinu stundar Díana Íva nám í hönnun og nýsköpun við Tækniskólann ásamt því að sinna tveimur störfum. Það er því óhætt að segja að hún sé eins konar þúsundþjalasmiður.
Díana Íva Gunnarsdóttir, fegurðardrottning og frambjóðandi Eyjalistans í Vestmannaeyjum, lifir afar athafnasömu lífi. Díönu Ívu er margt til lista lagt enda hefur hún hingað til verið óhrædd við að stökkva í djúpu laugina og þreifa fyrir sér á ýmsum nýjum og framandi sviðum. Meðfram framboðinu stundar Díana Íva nám í hönnun og nýsköpun við Tækniskólann ásamt því að sinna tveimur störfum. Það er því óhætt að segja að hún sé eins konar þúsundþjalasmiður.
Díana Íva Gunnarsdóttir, fegurðardrottning og frambjóðandi Eyjalistans í Vestmannaeyjum, lifir afar athafnasömu lífi. Díönu Ívu er margt til lista lagt enda hefur hún hingað til verið óhrædd við að stökkva í djúpu laugina og þreifa fyrir sér á ýmsum nýjum og framandi sviðum. Meðfram framboðinu stundar Díana Íva nám í hönnun og nýsköpun við Tækniskólann ásamt því að sinna tveimur störfum. Það er því óhætt að segja að hún sé eins konar þúsundþjalasmiður.
„Ég starfa sem yfirhönnuður og vefverslunarstjóri hjá Heimkaupum en ég vinn líka hjá Bestseller, aðallega í versluninni Selected og það geri ég mest fyrir félagsskapinn. Svo er ég gestafyrirlesari hjá Digido þar sem ég fjalla fyrst og fremst um samfélagsmiðla og hvernig fyrirtæki og stofnanir geta nýtt sér þá til gagns og hvernig hægt er að koma litlum fyrirtækjum á framfæri með litlum sem engum kostnaði,“ segir Díana Íva sem hefur stúderað virkni samfélagsmiðla síðustu ár og tekið að sér ýmis verkefni í tengslum við það.
„Í síðustu alþingiskosningum vann ég fyrir Ásmund Einar og varð í kjölfarið frekar virk í starfinu hjá Framsókn,“ segir Díana Íva um kveikjuna að starfi sínu í þágu stjórnmálanna en hún sinnti starfi samfélagsmiðla- og markaðsstjóra fyrir Ásmund Einar Daðason, ráðherra, í síðustu kosningabaráttu. Líkt og flestir tóku eftir var hann mjög sýnilegur á öllum helstu miðlum á meðan á baráttunni stóð en samstarfið við Ásmund Einar opnaði margar dyr fyrir Díönu.
„Á síðasta flokksþingi hitti ég Njál Ragnarsson, oddvita Eyjalistans, og við áttum gott spjall sem leiddi til þess að ég skipa nú 5. sæti listans,“ segir hún og viðurkennir að sér hafði ekki órað fyrir því á þessum tímapunkti að leið hennar ætti eftir að liggja í bæjarpólitík.
„Ég hef alltaf verið baráttukona og haft sterkan vilja fyrir því að bæta samfélagið. Ég sá tækifæri í því að geta haft áhrif með því að gefa kost á mér fyrir Eyjalistann, sem hefur unnið gríðarlega hörðum höndum síðustu fjögur árin og komið mörgum verkefnum í gang, og þarna lagar mig til að leggja mitt af mörkum líka,“ segir Díana.
Díana skipar nú 5. sæti Eyjalistans en eftir þátttöku hennar í fegurðarsamkeppninni Miss Universe Iceland árin 2019 og 2020 öðlaðist hún dýrmæta reynslu sem hefur nýst henni vel á vettvangi stjórnmálanna.
„Miss Universe keppninni er þannig háttað að keppendur fara inn í keppnina með ákveðin málefni fyrir brjósti sem þeir vilja koma á framfæri. Þessi keppni er frábær leið til þess að hafa áhrif og framfylgja ákveðnum málefnum eftir sem geta gert heiminn að betri stað,“ útskýrir Díana Íva og segir keppnina langt því frá að einskorðast við fyrirfram ákveðna fegurðarstaðla.
„Keppendur þurfa allir að vera með einhvers konar yfirlýsingu eða „statement“ eins og það er kallað á ensku og það er misjafnt hvað hver og einn er að leggja áherslu á en allar yfirlýsingarnar eiga jafn mikið rétt á sér,“ segir Díana sem lagði allan sinn þunga á þann málstað að geta þróast sem einstaklingur þegar hún tók þátt í keppninni í fyrsta sinn.
„Mér finnst mikilvægt að allir geti fengið tækifæri til að þróast sem einstaklingar en til þess þarf maður líka að hafa trú á sjálfum sér,“ segir hún en yfirlýsingarnar geta verið af ýmsum toga og snert á hinum og þessum hagsmunamálum eða lífsskoðunum.
„Maður getur aldrei orðið besta útgáfan af sjálfum sér nema að fá að vaxa og takast á við eitthvað nýtt. Og reyna að sjá og skilja veruleika annarra, eða í það minnsta að bera virðingu fyrir veruleika annars fólks. Maður kemst aldrei langt á þrjóskunni einni og verður að geta velt steinum og séð fleiri en eina hlið,“ bendir Díana réttilega á og telur það hluta af þroskaferli og mannbætingu að geta sett sig í annarra manna spor.
Þegar Díana tók þátt í seinna skiptið í Miss Universe Iceland keppninni var hún reynslunni ríkari eftir fyrra skiptið. Hún hafði fengið smjörþefinn af framgangi keppninnar og öðlast aukið sjálfsöryggi í kjölfarið.
„Það er í rauninni megin ástæðan fyrir því að ég lét til skarar skríða og fer fram fyrir Eyjalistann núna,“ viðurkennir Díana Íva. „Það að hafa staðið á sviði fyrir framan fullt af fólki og tala frá hjartanu um málefni sem skipta mig máli er bara rosalega dýrmæt reynsla sem ég bý nú að,“ segir hún jafnframt.
„Í seinni keppninni horfði ég mikið í „women empowerment“ eða svona valdeflingu og styrkleika kvenna. Konur eru ótrúlega öflugar á svo mörgum sviðum lífsins og geta gert allt sem hugurinn girnist,“ segir Díana Íva sem hefur sótt mikinn innblástur til mömmu sinnar og systra í gegnum tíðina.
„Ég er svo lánsöm að hafa rosalega sterkan bakgrunn frá konum. Langamma mín, móður- og föður ömmur mínar, mamma og svo eldri systur mínar þrjár, þessar konur hafa lagt mér línurnar og eru bara rosalega sterkt net fyrir mig,“ segir Díana.
Díana Íva er ófeimin við að láta til sín taka en hún segist hafa siglt á móti straumnum frá blautu barnsbeini. Þá segist hún alltaf reynt að leggja sitt kapp á að vera áræðin og samkvæm sjálfri sér sem hefur skilað henni á þann stað sem hún er á í dag.
„Ég hef verið þekkt fyrir það að láta í mér heyra. Ég tel mig hafa þann eiginleika að berjast alltaf alla leið fyrir mig og mína,“ segir hún staðföst og getur varla beðið eftir því að takast á við nýjar áskoranir á nýjum vettvangi fyrir samfélagið í Vestmannaeyjum.
„Planið er alltaf að flytja aftur heim til eyja þegar ég er klára námið. Ég er alltaf með annan fótinn í eyjum. Þar á ég fjölskyldu og fasteign og þekki vel til alls í Vestmannaeyjum. Ég til dæmis þekki íþrótta- og tómstundastarfið mjög vel eftir að hafa starfað lengi við íþróttamannvirkin þar en mér er mjög annt um að bæta aðbúnað og lífskjör eldra fólks, huga betur að sorphirðu og loftslagsmálum og efla tómstundastarf og félagslífið í bænum,“ segir Díana Íva að lokum.