„Það er ótrúlega skemmtilegt. Þetta er ákall um breytingar og segir okkur að fólk treysti ungu fólki þar sem það er að kjósa lista með ungu fólki í efstu sætunum.“
„Það er ótrúlega skemmtilegt. Þetta er ákall um breytingar og segir okkur að fólk treysti ungu fólki þar sem það er að kjósa lista með ungu fólki í efstu sætunum.“
„Það er ótrúlega skemmtilegt. Þetta er ákall um breytingar og segir okkur að fólk treysti ungu fólki þar sem það er að kjósa lista með ungu fólki í efstu sætunum.“
Þetta segir Magnea Gná Jóhannsdóttir, nýr borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, í samtali við mbl.is er blaðamaður spurði hana hvernig væri að vera orðinn yngsti borgarfulltrúinn. Magnea er 25 ára gömul.
„Maður var auðvitað ekki endilega að búast við þessu. Við erum að fara úr núll borgarfulltrúum í fjóra. Það er gífurlegur munur en ég er mjög þakklát og hlakka til að vinna í þágu borgarbúa,“ bætir Magnea við.