Beckham-fjölskyldan hefur verið hundelt um nokkurt skeið af konu sem telur sig hafa átt í ástarsambandi við fjölskylduföðurinn, fyrrum fótboltamanninn David Beckham.
Beckham-fjölskyldan hefur verið hundelt um nokkurt skeið af konu sem telur sig hafa átt í ástarsambandi við fjölskylduföðurinn, fyrrum fótboltamanninn David Beckham.
Beckham-fjölskyldan hefur verið hundelt um nokkurt skeið af konu sem telur sig hafa átt í ástarsambandi við fjölskylduföðurinn, fyrrum fótboltamanninn David Beckham.
Samkvæmt gögnum sem fréttamiðillinn Daily Mail hefur undir höndum var Sharon Bell, eltihrellir Beckham-fjölskyldunnar, handtekin fyrir utan grunnskólann sem Harper, yngsta barn Beckham-hjónanna, gengur í.
Bell stendur í þeirri trú að hún sé blóðmóðir Harpers og gerði sér ferð í skólann til að ná tali af Harper hinn 18. nóvember á síðasta ári. Yfirvöld í Westminister í Lundúnum vilja meina að Bell þjáist af ranghugmyndum og þurfi að gangast undir mat hjá geðlæknateymi.
„Fröken Bell hefur í raun ranghugmyndir um að hún hafi verið í sambandi við David Beckham og að hann og Victoria hafi stolið eggjum hennar. Því vill hún meina að hún sé líffræðileg móðir Harpers og segir hún það hafa verið ástæðuna fyrir heimsókninni í skólann,“ er haft eftir Arizuna Asante, saksóknara, sem fer með málið.
Fjölmargar bréfasendingar frá Bell hafa verið að berast inn á heimili Beckham-fjölskyldunnar upp á síðkastið en hún hafði oft hótað því að mæta á heimili þeirra við Oxfordshire í Lundúnum.
Mál þetta hefur haft slæm áhrif á líðan Davids Beckhams ef marka má það sem fram kemur í gögnunum. Saksóknari lýsti því yfir að fjölskyldufaðirinn hafi upplifað mikla ógn í sinn og fjölskyldu sinnar garð.
„Honum fannst sér og fjölskyldu sinni ógnað. Hann fann til mikillar hræðslu og óöryggis, þá sérstaklega gagnvart fjölskyldunni. Hann gerði sér einnig grein fyrir að þessi hegðun væri ískyggileg og einbeitt,“ er haft eftir Asante.
Beckham-fjölskyldan hefur fengið nálgunarbann Bell þar sem henni er óheimilt með öllu að nálgast fjölskyldumeðlimi og heimili þeirra eða senda þeim bréf þar til málsmeðferð lýkur. Þá eru allar líkur á að Bell verði lögð inn á viðeigandi stofnun sem kemur til með að aðstoða hana með þann geðræna vanda sem hún á við að etja.