Segir Depp hafa boðið þöggunarsamning

Segir Depp hafa boðið þöggunarsamning

Whitney Henriquez, yngri systir leikkonunnar Amber Heard, segist hafa séð þáverandi eiginmann systur sinnar, leikarann Johnny Depp, ganga í skrokk á systur sinni. Lýsti hún nokkrum atvikum þegar hún bar vitni í réttarsalnum í Fairfax í Virginíuríki í gær þar sem meiðyrðamál Depp gegn Heard er nú tekið fyrir. 

Segir Depp hafa boðið þöggunarsamning

Johnny Depp sakaður um ofbeldi | 19. maí 2022

Leikkonan Amber Heard í réttarsalnum í Fairfax í Virginíu í …
Leikkonan Amber Heard í réttarsalnum í Fairfax í Virginíu í gær. AFP

Whitney Henriquez, yngri systir leikkonunnar Amber Heard, segist hafa séð þáverandi eiginmann systur sinnar, leikarann Johnny Depp, ganga í skrokk á systur sinni. Lýsti hún nokkrum atvikum þegar hún bar vitni í réttarsalnum í Fairfax í Virginíuríki í gær þar sem meiðyrðamál Depp gegn Heard er nú tekið fyrir. 

Whitney Henriquez, yngri systir leikkonunnar Amber Heard, segist hafa séð þáverandi eiginmann systur sinnar, leikarann Johnny Depp, ganga í skrokk á systur sinni. Lýsti hún nokkrum atvikum þegar hún bar vitni í réttarsalnum í Fairfax í Virginíuríki í gær þar sem meiðyrðamál Depp gegn Heard er nú tekið fyrir. 

Henriquez sagði Depp hafa rifið í hár systur hennar og lamið hana svo ítrekað í andlitið. Höfðu Depp og Heard þá verið að rífast en Henqiruez sagði atvikið hafa átt sér stað um einum mánuði eftir að þau gengu í hjónaband. Hún sagði systur sína hafa einnig slegið til baka. 

Eftir að hafa orðið vitni að slagsmálunum segir hún þáverandi mág sinn hafa beðið hana um að skrifa undir þöggunarsamning, sem hún neitaði að gera. 

Depp höfðaði meiðyrðamál gegn Heard vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018 þar sem hún lýsti sjálfri sér sem þolanda heimilisofbeldis. Hún nafngreindi Depp ekki en hann fer fram á 50 milljónir í skaðabætur. Heard hefur höfðaði mál gegn honum og fer fram á 100 milljónir í skaðabætur. 

Whitney Henriquez, systir Heard, bar vitni í gær.
Whitney Henriquez, systir Heard, bar vitni í gær. AFP

Lýsti ljótum samskiptum

Henriquez bjó um tíma í sömu byggingu og systir hennar og leikarinn. Hún sagði samband þeirra hafa verið eldfimt. „Þegar hann var edrú þá var lífið yndislegt. Þegar hann var ekki edrú voru þau hræðileg. Ef hann var undir áhrifum fíkniefna eða áfengis, þá voru alltaf slagsmál,“ sagði hún. 

Hún lýsti atburðum næturinnar í mars 2015, mánuði eftir að þau giftust, í smáatriðum. Systir hennar vakti hana um miðja nótt til þess að segja henni að Depp hafi haldið fram hjá henni og að þau hafi farið að rífast. 

„Þau sögðu virkilega ljót orð við hvort annað. Johnny hljóp upp stigann á eftir mér. Hann lamdi mig einhvernvegin í bakið. Ég heyrði Amber segja honum að láta systur sína í friði. Hún sló hann, náði einu höggi,“ sagði Henriquez. 

Hún segir öryggisverði hafa komið inn til að stilla til friðar en að þá hafði Depp þegar rifið í hár Heard verið byrjaður að berja hana í andlitið. Hún segir öryggisverðina hafa rifið þau í sundur. Seinna hafi Depp gengið berserksgang um húsið og brotið allt og bramlað.

Whitney Henriquez sagði Depp hafa boðið henni þöggunarsamning eftir að …
Whitney Henriquez sagði Depp hafa boðið henni þöggunarsamning eftir að hún varð vitni að honum rífa í hár systur hennar og slá hana ítrekað í andlitið. AFP

Sér fyrir endann

Heard bar vitni í síðasta skipti í réttarhöldunum í fyrradag, en lögmenn Depps fengu þá að spyrja hana spurninga. Reyndu þeir að rýra sannleiksgildi vitnisburðar hennar líkt og lögmenn hennar reyndu að gera þegar þeir fengu að spyrja Depp spurninga. Hann bar vitni í upphafi réttarhaldanna, alls fjóra daga. 

Í gær og næstu daga mun fólk úr lífi Heard bera vitni fyrir dómi um hjónaband þeirra. Dómarinn Penney Azcarate hefur gefið út að síðasti dagur réttarhaldanna verði hinn 27. maí næstkomandi. 

Kviðdómur mun kveða upp dóm í málinu en alls eru sjö manneskjur í kviðdómnum. 

Depp heilsar aðdáendum sínum í hléi í gær.
Depp heilsar aðdáendum sínum í hléi í gær. AFP
mbl.is