Leikkonan Ellen Barkin sagði leikarann Johnny Depp hafa verið mjög afbrýðisaman og stjórnsaman á meðan þau voru saman. Þá sagði hún hann hafa hent vínflösku í vegginn á hótelherbergi hans í Las Vegas á einum tímapunkti.
Leikkonan Ellen Barkin sagði leikarann Johnny Depp hafa verið mjög afbrýðisaman og stjórnsaman á meðan þau voru saman. Þá sagði hún hann hafa hent vínflösku í vegginn á hótelherbergi hans í Las Vegas á einum tímapunkti.
Leikkonan Ellen Barkin sagði leikarann Johnny Depp hafa verið mjög afbrýðisaman og stjórnsaman á meðan þau voru saman. Þá sagði hún hann hafa hent vínflösku í vegginn á hótelherbergi hans í Las Vegas á einum tímapunkti.
Barkin, sem er í dag 68 ára, og Depp áttu í stuttu ástarsambandi á tíunda áratug síðasta aldar. Hún bar vitni í meiðyrðamáli Depps gegn fyrrverandi eiginkonu hans, leikkonunni Amber Heard, í gær, en vitnisburður hennar var tekinn upp fyrirfram og spilaður á skjá.
Depp höfðaði mál gegn Heard vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018 þar sem hún lýsti sjálfri sér sem þolanda heimilisofbeldis. Hún nafngreindi ekki Depp en hann fer fram á 50 milljónir bandaríkjadala í skaðabætur.
Auk Barkin báru fyrrverandi umboðsmaður hans, fyrrvernandi viðskiptiastjóri hans og umboðsmaður Heard vitni í gær, en sá síðast nefndi hefur sakað Depp um að heimilisofbeldi gegn Heard.
Barkin sagði að þá mánuði sem þau voru saman hafi hann meira og minna verið fullur og gríðarlega afbrýðisamur.
„Hann var rosalega oft fullur. Hann drakk rauðvín. Hann er bara afbrýðisamur maður, stjórnsamur. Hvert ertu að fara? Með hverjum verður þú? Hvað gerðir þú í gærkvöldi?,“ sagði Barkin.
Hún lýsti því hvernig hún hefði eitt sinn verið með skrámu á bakinu sem hann taldi hana hafa fengið með því að stunda kynlíf með öðrum manni. Hún sagði hann hafa reiðst gríðarlega.
„Herra Depp henti vínflösku á hótelherbergi í las Vegar. Ég veit ekki af hverju hann kastaði flöskunni,“ sagði Barkin um atvik sem hún segir að hafa átt sér stað þegar hann var við tökur á kvikmyndinni Fear and Loathing in Las Vegas árið 1998.
Tracey Jacobs, fyrrverandi umboðsmaður Depps, sagði að Depp hafi lent í alvarlegum peningavandræðum fyrir árið 2016 þegar Heard sakaði hann fyrst um að hafa beitt hana heimilisofbeldi.
Hún sagði að á þeim tíma sem hún var umboðsmaður hans hafi hann orðið ein stærsta stjarna í heimi. Hins vegar hafa farið að halla undan fæti með árunum og árið 2010 hafi hann verið illa liðinn í Hollywood vegna „ófagmannlegrar hegðunar“ sinnar.
„Tökuliðið elskar ekki að sitja og bíða í marga klukkustundir eftir því að stjarna kvikmyndarinnar mæti. Þetta er lítið samfélag og fólk hikaði við að ráða hann af þessum sökum,“ sagði Jacobs.
Í janúar 2016 segir Jacobs að hann hafi verið í svo miklum vandræðum að hann hafi komið til umboðsskrifstofunnar og beðið um 20 milljónir bandaríkjadala. Depp sagði Jacobs upp störfum seinna sama ár.
Josh Mandel, fyrrverandi viðskiptastjóri Depps, segir að hann hafi byrjað að hafa gríðarlegar áhyggjur af fjárhagsvandræðum Depps árið 2015. Han hafi eytt 300 þúsund bandaríkjadölum á mánuði í launakostnað til starfsfólks.
Hann segist hafa ítrekað rætt við hann um að lækka útgjöldin en að ekkert hafi gert. Depp sagði Mandel upp störfum árið 2016 og höfðaði mál gegn honum, en þeir náðu sáttum í málinu árið 2018.