Hin 21 árs gamla Ásrós Helga Guðmundsdóttir útskrifaðist nýverið úr Hússtjórnarskólanum í Reykjavík. Ásrós er frá Núpi í Dýrafirði og er búsett á Ísafirði og segist hafa farið langt út fyrir þægindarammann þegar hún ákvað að skrá sig í Hússtjórnaskólann og flytja inn á heimavistina.
Hin 21 árs gamla Ásrós Helga Guðmundsdóttir útskrifaðist nýverið úr Hússtjórnarskólanum í Reykjavík. Ásrós er frá Núpi í Dýrafirði og er búsett á Ísafirði og segist hafa farið langt út fyrir þægindarammann þegar hún ákvað að skrá sig í Hússtjórnaskólann og flytja inn á heimavistina.
Hin 21 árs gamla Ásrós Helga Guðmundsdóttir útskrifaðist nýverið úr Hússtjórnarskólanum í Reykjavík. Ásrós er frá Núpi í Dýrafirði og er búsett á Ísafirði og segist hafa farið langt út fyrir þægindarammann þegar hún ákvað að skrá sig í Hússtjórnaskólann og flytja inn á heimavistina.
„Ég var bara í millibilsástandi og vissi ekki hvað ég ætlaði að gera. Ég var einhvernvegin að bíða. Þannig að ég byrjaði að skoða þetta nám, því það er hentugt. Þetta er bara einnar annar nám, þannig það er stutt og hentugt,“ segir Ásrós sem útskrifaðist úr menntaskóla vorið 2020.
„Þetta var alveg smá út fyrir boxið. Ég var alveg enn þá smá efins um áramótin. Ég hugsaði bara já, ég er að fara keyra suður með dótið mitt eftir fjóra daga og velti alveg fyrir mér hvort ég væri að fara beila,“ segir Ásrós sem beilaði svo sannarlega ekki á skólanum.
Ásrósu líkaði námið mjög vel en hún lærði bæði að elda, baka, sauma, prjóna, hekla og vefa og allt það sem við kemur heimilishaldi. Sérstaklega var hún hrifin af fatasauminum og vefnaðinum.
„Svo var ég heilluð af vefnaðinum. Þetta er smá búið að gleymast, eða maður veit alla vega ekki um marga sem eru að vefa. Það var nýtt fyrir manni og rosalega gaman,“ segir Ásrós.
Hún segir námið hafa kveikt frekari áhuga hjá henni á námi í fatasaum. „En ég veit ekki hvort ég fari í eitthvað framhaldsnám sem tengist þessu. En þetta á klárlega eftir að nýtast mér í framtíðinni. Maður getur prjónað og saumað á börnin sín og prjónað jólagjafir.“
Ásrós segist almennt hafa mætt jákvæðu viðmóti þegar hún sagði fólki að hún hefði skráð sig í Hússtjórnarskólann og að eldra fólk hafi verið sérlega stolt af henni. „Ég skynjaði stundum frá ungum strákum á svipuðum aldri og ég að það væri rosalega aðdáunarvert að ég skyldi sækja mér þetta nám. Að þeim fyndist þetta mjög heillandi og þeir vildu eiga kærustu sem færi í þennan skóla.“
Ásrós á kærasta nú þegar en spurð hvort námið væri því fullkomið á ferilskrána á Tinder sagði hún: „Ég hugsa að það myndi ekki skemma fyrir að vera „certified houswive“.“
Hún segir að hópurinn hennar hafi kynnst mjög vel yfir önnina og að þau væru orðin góðir vinir. Nemendahópnum er skipt upp í tvennt og nemendum af heimavist og sem búa í Reykjavík blandað saman svo fleiri kynnist.
Spurð um hvernig henni líkaði að búa í Reykjavík segist Ásrós ekki sjá fyrir sér að búa í borginni nema hún væri til þess neydd. „Maður kemur úr svo litlu bæjarfélagi hérna fyrir vestan. Það eru bara algjör forréttindi að geta stokkið út í búð og það tekur tvær mínútur. Í stað þess að festast í umferð á leið út í búð í Reykjavík og jafnvel á leiðinni til baka,“ segir Ásrós og bætir við að hún þurfi samt sennilega að búa í Reykjavík sæki hún sér háskólamenntun. „En ég myndi samt alltaf fara aftur heim.“