Myndum lekið af Boris Johnson

Myndum lekið af Boris Johnson

Fjórar myndir af Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í gleðskap á Downingstræti 10, hafa lekið í fjölmiðla. 

Myndum lekið af Boris Johnson

Veislu­höld í Down­ingstræti | 23. maí 2022

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur sætt harðri gagnrýni fyrir veisluhöldin …
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur sætt harðri gagnrýni fyrir veisluhöldin í Downingsstræti. AFP

Fjórar myndir af Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í gleðskap á Downingstræti 10, hafa lekið í fjölmiðla. 

Fjórar myndir af Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í gleðskap á Downingstræti 10, hafa lekið í fjölmiðla. 

ITV News birti myndirnar. Þar sést Boris Johnson lyfta glasi í kveðjuhófi vegna starfsloka Lee Cain, þáverandi verkefnastjóra samskipta.

Á borði fyrir framan Johnson má sjá tómar vínflöskur og veislumat.

Efasemdir um heilindi Johnsons

Kveðjuhóf þetta var haldið þann þrettánda nóvember 2020, meðan samkomutakmarkanir voru í fullu gildi og miðuðu við að óheimilt væri að hitta fólk sem tilheyrði ekki sama heimili.  

Myndbirtingin hefur vakið hneykslun og vantrú á að Boris Johnson hafi ekki áttað sig á því að hann væri að brjóta samkomutakmarkanir, þegar hann tók þátt í veisluhöldunum. 

Lögreglan í Lundúnum hefur lokið rannsókn  á veisluhöldunum að Downingsstræti, en Boris Johnson var ekki sektaður, þótt gefnar hafi verið út 126 sektir. 

mbl.is