Dregur í land og biðst afsökunar

Dregur í land og biðst afsökunar

Tónlistarkonan Courtney Love hefur beðist afsökunar á því að hafa tjáð sig um málefni leikarans Johnny Depp og meiðyrðamál hans gegn fyrrverandi eiginkonu sinni, leikkonunni Amber Heard. 

Dregur í land og biðst afsökunar

Johnny Depp sakaður um ofbeldi | 24. maí 2022

Courtney Love hefur beðist afsökunar á því að tjá sig …
Courtney Love hefur beðist afsökunar á því að tjá sig um málefni Johnny Depp. Samsett mynd

Tónlistarkonan Courtney Love hefur beðist afsökunar á því að hafa tjáð sig um málefni leikarans Johnny Depp og meiðyrðamál hans gegn fyrrverandi eiginkonu sinni, leikkonunni Amber Heard. 

Tónlistarkonan Courtney Love hefur beðist afsökunar á því að hafa tjáð sig um málefni leikarans Johnny Depp og meiðyrðamál hans gegn fyrrverandi eiginkonu sinni, leikkonunni Amber Heard. 

Nú segir Love, í myndbandi á sínum eigin reikningi á Instagram, að upphaflega myndbandið hefði ekki átt að fara í loftið. Það birtist á reikningi vinkonu hennar, Jessicu Reed, um helgina, en var tekið úr birtingu á mánudag. 

„Ég tók þátt í að deila hugsunum mínum á netinu. Það fór óvart í loftið og ég vildi ekki að það yrði gert opinbert,“ skrifaði Love við myndbandið. Í upphaflega myndbandinu fór hún fögrum orðum um Depp og sagði hann hafa bjargað lífi sínu eftir að hún tók of stóran skammt fíkniefna árið 1995. 

„Mig langaði til að styðja vin minn á hlutlausan hátt. Mig langaði ekki að dæma aðra. Nógu harðlega hef ég verið dæmd í gegnum árin. Ég vildi ekki sýna skoðun mína eða innbyggða kvenfyrirlitningu mína,“ skrifaði Love einnig. 

mbl.is