Rihanna hugfangin af syni sínum

Börn og uppeldi | 24. maí 2022

Rihanna hugfangin af syni sínum

Söngkonan Rihanna og kærasti hennar, A$AP Rocky, eignuðust sitt fyrsta barn á dögunum. Samkvæmt heimildum People er parið í skýjunum með nýja hlutverkið. 

Rihanna hugfangin af syni sínum

Börn og uppeldi | 24. maí 2022

Rihanna í nýjasta tölublaði Vogue. Ljósmyndina tók Annie Leibovitz.
Rihanna í nýjasta tölublaði Vogue. Ljósmyndina tók Annie Leibovitz. Ljósmynd/skjáskot úr Vogue

Söngkonan Rihanna og kærasti hennar, A$AP Rocky, eignuðust sitt fyrsta barn á dögunum. Samkvæmt heimildum People er parið í skýjunum með nýja hlutverkið. 

Söngkonan Rihanna og kærasti hennar, A$AP Rocky, eignuðust sitt fyrsta barn á dögunum. Samkvæmt heimildum People er parið í skýjunum með nýja hlutverkið. 

„Það þarf vissulega að laga sig að foreldrahlutverkinu en þau standa sig vel. Barnið þeirra er heilbrigt og Rihanna er algjörlega hugfangin af honum,“ að sögn heimildarmanns People. Hann bætir því við að „Rihanna sé strax orðin dásamleg móðir“. 

Parið eignaðist lítinn dreng en hann kom í heiminn í Los Angeles, Kaliforníu. Þar á Rihanna stórt hús með fallegum garði sem hún nýtur þess að eyða tíma með syni sínum í. 

Í viðtali við Elle sagðist Rihanna vera mikill aðdáandi sjónvarpsþáttanna The Real Housewives og sagðist halda að uppeldisstíll hennar yrði svipaður og hjá Teresu Giudice, sem kemur fram í þáttunum Real Housewives of New Jersey.

mbl.is