Þúsundir ljósmynda úr innsta kjarna háleynilegs fangelsiskerfis í Xinjang í Kína, sem og stefna um að drepa þá sem reyna að flýja þaðan, eru á meðal þeirra gagna sem hakkarar náðu úr tölvum lögreglunnar á svæðinu.
Þúsundir ljósmynda úr innsta kjarna háleynilegs fangelsiskerfis í Xinjang í Kína, sem og stefna um að drepa þá sem reyna að flýja þaðan, eru á meðal þeirra gagna sem hakkarar náðu úr tölvum lögreglunnar á svæðinu.
Þúsundir ljósmynda úr innsta kjarna háleynilegs fangelsiskerfis í Xinjang í Kína, sem og stefna um að drepa þá sem reyna að flýja þaðan, eru á meðal þeirra gagna sem hakkarar náðu úr tölvum lögreglunnar á svæðinu.
Xinjang-lögregluskjölin, eins og þau eru kölluð, voru send til breska ríkisútvarpsins (BBC) fyrr á þessu ári. Mánuðum saman hafa fréttamenn BBC sannreynt og rannsakað það sem í þeim kemur fram. Gögnin veita nýja innsýn í fangavist þjóðarbrots úígúr-múslima á svæðinu og annarra minnihlutahópa sem þar eru látnir sæta vist.
Gögnin eru birt nú, á sama tíma og Michelle Bachalet, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, er í umdeildri heimsókn í Xinjang. Gagnrýnendur heimsóknarinnar hafa óttast að Bachalet verði undir ströngu eftirliti kínverskra stjórnvalda á ferðalagi sínu.
Gögnin sýna með áður óséðri nákvæmri notkun kínverskra stjórnvalda á því sem stjórnvöld kalla endurmenntunarbúðir.
Kínversk stjórnvöld hafa staðfastlega haldið því fram í gegnum tíðina að endurmenntunarbúðirnar sem byggðar hafa verið víðsvegar um Xinjang síðan árið 2017 séu ekkert annað en skólar.
Gögnin eru ein sterkustu sönnunargögn sem komið hafa fram til þessa um stefnu sem beinir spjótum sínum að nánast allri tjáningu úígúra um uppruna sinn og íslamska trú.
Í gögnunum er að finna meira en 5.000 ljósmyndir af úígúrum sem teknir voru höndum á milli janúar og júlí árið 2018. Með því að nota önnur gögn er hægt að færa sönnur á að að minnsta kosti 2.884 þeirra hafi verið færðir í „endurmenntunarbúðirnar“.
Sumar myndanna sýna verði standa hjá úígúrunum, vopnaða kylfum. Þrátt fyrir það hafa embættismenn í Kína alltaf hafnað því að fólk hafi verið þvingað í búðirnar.
„Sannleikurinn er sá að menntunar- og þjálfunarmiðstöðvarnar í Xinjang eru skólar sem hjálpa fólki að losa sig við öfgar,“ sagði Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, árið 2019.
Margir þeirra hafa verið handteknir bara fyrir að sýna þess merki að þeir séu íslamstrúar eða vegna þess að þeir hafa heimsótt lönd þar sem meirihluti íbúa er múslimar.