„Hann ýtti mér aldrei, sparkaði ekki í mig, né hrinti mér niður stiga,“ sagði ofurfyrirsætan Kate Moss þegar hún bar vitni í dag í meiðyrðamáli leikarans Johnnys Depps gegn fyrrverandi eiginkonu hans, leikkonunni Amber Heard.
„Hann ýtti mér aldrei, sparkaði ekki í mig, né hrinti mér niður stiga,“ sagði ofurfyrirsætan Kate Moss þegar hún bar vitni í dag í meiðyrðamáli leikarans Johnnys Depps gegn fyrrverandi eiginkonu hans, leikkonunni Amber Heard.
„Hann ýtti mér aldrei, sparkaði ekki í mig, né hrinti mér niður stiga,“ sagði ofurfyrirsætan Kate Moss þegar hún bar vitni í dag í meiðyrðamáli leikarans Johnnys Depps gegn fyrrverandi eiginkonu hans, leikkonunni Amber Heard.
Moss var kölluð fyrir dóminn að beiðni lögmanna Depps. Bar hún vitni um sögusagnir af því að Depp hefði hrint henni niður stiga þegar þau voru í ástarsambandi á árunum 1994 til 1998.
Depp höfðaði meiðyrðamál gegn Heard vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018 þar sem hún lýsti sjálfri sér sem þolanda heimilisofbeldis. Heard nefndi Depp ekki á nafn í greininni.
Moss bar vitni í gegnum fjarfundabúnað. Hún sagði frá atvikinu umrædda, þegar Depp er sagður hafa hrint henni niður stiga.
„Það var rigning og þegar ég fór úr herberginu mínu rann ég niður stiga og meiddi mig í bakinu. Ég öskraði, því ég vissi ekki hvað hafði komið fyrir mig, og ég fann til. Hann hljóp til baka, hjálpaði mér og hélt á mér aftur upp á herbergi og kallaði á læknisaðstoð,“ sagði Moss og sagði atvikið hafa átt sér stað á Jamaíku á meðan þau voru saman.
Fyrirsætan var ekki á löngum vitnalista sem var gefinn út í upphafi réttarhaldanna í apríl heldur bættist við listann nú í þessari viku. Ástæðan er sú að Heard minntist á Moss í vitnisburði sínum og opnaði þar af leiðandi á möguleikann fyrir lögmenn Depp að kveðja hana í vitnastúkuna. Heard vísaði til sögusagnanna um að Depp hefði hrint henni niður stigann.
Moss bar ekki vitni í meiðyrðamáli Depps gegn útgefanda The Sun í Bretlandi árið 2020. Hann tapaði því máli og fékk ekki leyfi til að áfrýja dómnum.
Heard hefur sakað Depp um að hafa ítrekað lagt hendur á hana á meðan þau voru gift. Hann hefur neitað öllum ásökunum í vitnisburði sínum og segist aldrei hafa lagt hendur á konur.
Önnur fyrrverandi kærasta hans, leikkonan Ellen Barkin, bar vitni í réttarhöldunum í síðustu viku. Þá lýsti hún honum sem afbrýðisömum manni og sagði hann hafa mölbrotið áfengisflösku á hótelherbergi sínu í Las Vegas á tíunda áratug síðustu aldar.