Verði að bera ábyrgð á „Partygate-menningunni“

Verði að bera ábyrgð á „Partygate-menningunni“

„Margir af þessum viðburðum hefðu ekki átt að fá að eiga sér stað,“ segir í skýrslu um þau sóttvarnabrot sem framin voru af Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og fólki sem ríkisstjórn hans tengist.

Verði að bera ábyrgð á „Partygate-menningunni“

Veislu­höld í Down­ingstræti | 25. maí 2022

Boris Johnson myndaður í morgun.
Boris Johnson myndaður í morgun. AFP

„Margir af þessum viðburðum hefðu ekki átt að fá að eiga sér stað,“ segir í skýrslu um þau sóttvarnabrot sem framin voru af Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og fólki sem ríkisstjórn hans tengist.

„Margir af þessum viðburðum hefðu ekki átt að fá að eiga sér stað,“ segir í skýrslu um þau sóttvarnabrot sem framin voru af Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og fólki sem ríkisstjórn hans tengist.

Sue Gray, háttsettur opinber starfsmaður, vann skýrsluna. Hún segir að ríkisstjórnin verði að bera ábyrgð á þeirri menningu sem leyfði brotunum að eiga sér stað. 

Skýslan kom út í dag og hefur Johnson brugðist við henni með því að segja að hann taki fulla ábyrgð á öllu sem hafi gerst á hans vakt en hann bað þingmenn í kjölfarið um að „halda áfram veginn.“ Þá sagði Johnson að hann hefði mætt á fæsta viðburðanna þar sem sóttvarnabrot voru framin og tók fyrir að hann hefði nokkurn tíma logið að þingmönnum.

Grín gert að starfsfólki sem lét í sér heyra

Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði að skýrslan sýndi fram á að ríkisstjórn Bretlands hafi fyrirlitið fórnir almennings í kórónuveirufaraldrinum.

Með skýrslunni birti Gray ljósmyndir þar sem Johnson sést skála við starfsfólk. Í skýrslunni greindi hún frá veislum sem stundum teygðu sig fram á rauða nótt. Þá upplýsti hún um að grín hafi verið gert að öryggis- og ræstingastarfsfólki í Downingstræti þegar það reyndi að mótmæla framkomu starfsmanna þar. 

„Þau í forystunni, bæði pólitískri og opinberri, sem voru stödd í þungamiðju þessa alls verða að bera ábyrgð á þessari menningu,“ skrifaði Gray. 

mbl.is