Leikkonan Amber Heard segist hafa fengið þúsundir morðhótana sendar á meðan meiðyrðamál fyrrverandi eiginmanns hennar, Johnny Depp, gegn henni hefur verið tekið fyrir. Hún segir sér hafa borist hótanir á hverjum degi frá því að réttarhöldin hófust í apríl.
Leikkonan Amber Heard segist hafa fengið þúsundir morðhótana sendar á meðan meiðyrðamál fyrrverandi eiginmanns hennar, Johnny Depp, gegn henni hefur verið tekið fyrir. Hún segir sér hafa borist hótanir á hverjum degi frá því að réttarhöldin hófust í apríl.
Leikkonan Amber Heard segist hafa fengið þúsundir morðhótana sendar á meðan meiðyrðamál fyrrverandi eiginmanns hennar, Johnny Depp, gegn henni hefur verið tekið fyrir. Hún segir sér hafa borist hótanir á hverjum degi frá því að réttarhöldin hófust í apríl.
„Ég er áreitt, ég er niðurlægð, mér er hótað á hverjum einasta degi,“ sagði Heard á síðasta degi sínum sem vitni í réttarhöldunum. Hún segist hafa verið skotmark á samfélagsmiðlum á borð við Instagram og TikTok og að aðdáendur Depps og kvikmyndaseríunnar The Pirates of the Caribbean hafa herjað á hana.
Afleiðingar hótananna eru kvíðaköst og martraðir.
„Fólk langar til að drepa mig, og það segir mér það á hverjum degi. Fólk langar til að setja barnið mitt í örbylgjuofn, og það segir mér það,“ sagði Heard með grátstafinn í kverkunum fyrr í dag. Heard eignaðist dóttur með aðstoð staðgöngumóður í apríl á síðasta ári.
Hún segir réttarhöldin það sársaukafyllsta og mest niðurlægjandi upplifun sem hún hefur gengið í gegnum á ævi sinni. „Ég vil bara að Johnny láti mig í friði,“ sagði Heard.
Aðdáendur Depps hafa ekki bara látið í sér heyra á samfélagsmiðlum. Þeir hafa fjölmennt á réttarhöldin og í dag sagðist dómarinn Penney Azcarate ætla að láta vísa öllum út ef þeir myndu ekki þegja á meðan Heard bar vitni.
„Ég ég heyri eitt orð í viðbót, mun ég láta rýma salinn og við munum halda þessum réttarhöldum áfram án nokkurra áhorfenda.“
Réttarhöldin hafa staðið yfir undanfarnar sex vikur. Depp höfðaði meiðyrðamál gegn fyrrverandi eiginkonu sinni vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018. Í henni sagðist hún vera þolandi heimilisofbeldis en nefndi Depp ekki á nafn.
Depp ogHeard voru gift í 15 mánuði, frá 2015 til 2017. Hann hefur farið fram á 50 milljónir bandaríkjadala í skaðabætur frá henni. Hún hefur höfðað mál gegn honum sömuleiðis og fer fram á 100 milljónir í skaðabætur vegna þess ofbeldis sem hún segir hann hafa beitt hana.
Depp bar vitni í gær, miðvikudag. Í vitnisburði sínum sagði hann það hafa verið gríðarlega sársaukafullt að hlusta á fyrrverandi eiginkonu sína saka hann um ógeðslegt ofbeldi.
„Engin manneskja er fullkomin, ekkert okkar er það, en ég hef aldrei á ævi minni beitt kynferðisofbeldi eða líkamlegu ofbeldi,“ sagði Depp.