Eiginmaður annars kennarans lést „úr sorg“

Eiginmaður annars kennarans lést „úr sorg“

Eiginmaður annars kennarans sem lést í skotárás á barna­skóla í Uvalde í Texas á þriðju­dag lést úr hjartaáfalli. 

Eiginmaður annars kennarans lést „úr sorg“

Skotárás í Uvalde í Texas | 27. maí 2022

Irma og Joe Garcia.
Irma og Joe Garcia. Ljósmynd/GoFundMe

Eiginmaður annars kennarans sem lést í skotárás á barna­skóla í Uvalde í Texas á þriðju­dag lést úr hjartaáfalli. 

Eiginmaður annars kennarans sem lést í skotárás á barna­skóla í Uvalde í Texas á þriðju­dag lést úr hjartaáfalli. 

Joe Garcia var eiginmaður Irmu Garcia, sem kenndi við barnaskólann í 23 ár. Hún, ásamt öðrum kennara og 19 börnum, lést í árásinni. 

BBC greinir frá því að hjónin hafi verið gift í 24 ár og eignast fjögur börn saman sem eru nú á aldrinum 12 til 23 ára.

Í gærkvöldi höfðu safnast 1,6 milljón dollara, eða um 200 milljónir íslenskra króna, til styrktar fjölskyldu Garcia. 

Debra Austin, frænka Garcia, hóf söfnunina og sagðist trúa því heilshugar að frændi sinn hefði dáið úr „brotnu hjarta“.

Þá sagði John Martinez, frændi Garcia, á Twitter að frændi hans hafi „dáið úr sorg“. 

„Hún var hetja“

Lögreglan sagði í viðtali að Irma Garcia hafi „faðmað nemendur sína að sér alveg til síðasta andardráttarins“. 

„Hún fórnaði sér til að vernda börnin í kennslustofunni. Hún var hetja,“ sagði Martinez á samfélagsmiðlum. 

Á myndskeiðinu má sjá Joe Garcia heimsækja minnisvarða um árásina, einungis nokkrum klukkustundum áður en hann lést úr hjartaáfalli.

mbl.is