Lögreglan í Texas hefur endurskoðað lykilatriði um skotárásina á barnaskóla í Uvalde á þriðjudag. Lögregluyfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast ekki við árásinni nógu skjótt.
Lögreglan í Texas hefur endurskoðað lykilatriði um skotárásina á barnaskóla í Uvalde á þriðjudag. Lögregluyfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast ekki við árásinni nógu skjótt.
Lögreglan í Texas hefur endurskoðað lykilatriði um skotárásina á barnaskóla í Uvalde á þriðjudag. Lögregluyfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast ekki við árásinni nógu skjótt.
BBC greinir frá því að árásarmaðurinn hafi verið á skólalóðinni í tólf mínútur óáreittur áður en hann fór inn í skólann og skaut 19 börn og tvo kennara til bana.
Áður greindi lögregla frá því að lögreglumaður á svæðinu hefði skotið á árásarmanninn áður en hann fór inn.
Myndskeið af viðbrögðum lögreglu fyrir utan skólann hafa birst á samfélagsmiðlum en þar sjást foreldrar grátbiðja lögreglumennina að fara inn í skólann. Sumir foreldranna voru handjárnaðir á meðan árásarmaðurinn var enn inni í skólanum.
Vitni segja að lögreglan hafi verið hikandi við að yfirbuga árásarmanninn.
Angeli Rose Gomez sagði í viðtali við Wall Street Journal að hún hafi séð lögreglu henda einum föður á jörðina, piparúði var notaður á annan og rafbyssa var notuð á þann þriðja.
„Lögreglan gerði ekkert,“ sagði Gomez sem var handjárnuð í stutta stund er árásin átti sér stað.