Stjórn Eflingar hefur samþykkt ráðningar hóps stjórnenda og lykilstarfsmanna sem hefja munu störf á skrifstofum Eflingar á næstu vikum.
Stjórn Eflingar hefur samþykkt ráðningar hóps stjórnenda og lykilstarfsmanna sem hefja munu störf á skrifstofum Eflingar á næstu vikum.
Stjórn Eflingar hefur samþykkt ráðningar hóps stjórnenda og lykilstarfsmanna sem hefja munu störf á skrifstofum Eflingar á næstu vikum.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá stéttarfélaginu.
Líkt og áður hefur verið greint frá tekur Perla Ösp Ásgeirsdóttir við starfi framkvæmdastjóra.
Í hópi stjórnenda sem stjórn hefur nú samþykkt að ráða til starfa eru þeir Magnús Rínar Magnússon sviðsstjóri þjónustu, Ingólfur B. Jónsson sviðsstjóri vinnuréttinda og Viðar Þorsteinsson fræðslu- og félagsmálastjóri en hann er fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar.
Einnig hefur verið gengið frá ráðningu Sveins Ingvasonar í stöðu forstöðumanns orlofshúsa, en Sveinn hefur um árabil verið yfirmaður orlofshúsamála Eflingar.
Stefán Ólafsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum og Ragnar Ólason tekur við starfi sérfræðings í kjarasamningsgerð.
Í tilkynningunni segir að allir þessir einstaklingar hafi farið í gegnum viðtöl og hæfnismat hjá ráðningarstofu en með þessum ráðningum hafa stjórnunarstöður allra helstu sviða starfseminnar á skrifstofu Eflingar verið mannaðar.
Lokafrágangur stendur nú yfir á ráðningum almennra starfsmanna en segir jafnframt að mikið af umsóknum hafi borist í störf sem auglýst voru 16. apríl.
Greint hefur verið frá því að nýir starfsmenn stéttarfélagsins fái ekki ótímabundna ráðningarsamninga heldur verður einungis samið við þá til hálfs árs til að byrja með.
„Ráðningar hafa gengið framar vonum. Rekstur skrifstofunnar er og verður í góðum höndum. Næsta skref er að ganga frá ráðningum almennra starfsmanna, og vonir standa til að því verði lokið innan skamms,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, í tilkynningunni.