Skotárásir helsta dánarorsök barna í Bandaríkjunum

Skotárásir helsta dánarorsök barna í Bandaríkjunum

Núna er líklegra að ungmenni í Bandaríkjunum deyi af völdum skotvopna en að þau deyi af völdum bílslysa, en nýlegar opinberar rannsóknir sýna mikla aukningu á dauðsföllum þar sem skotvopn koma við sögu. Frá árinu 2020 hafa 4.368 ungmenni látist af völdum skotvopna, en á sama tímabili létust 4.036 vegna umferðarslysa. Aldrei áður hafa skotvopn spilað stærra hlutverk í dauðsföllum ungs fólks.

Skotárásir helsta dánarorsök barna í Bandaríkjunum

Skotárás í Uvalde í Texas | 28. maí 2022

Frá Uvalde, til minningar um börnin nítján sem létust á …
Frá Uvalde, til minningar um börnin nítján sem létust á þriðjudaginn. AFP

Núna er líklegra að ungmenni í Bandaríkjunum deyi af völdum skotvopna en að þau deyi af völdum bílslysa, en nýlegar opinberar rannsóknir sýna mikla aukningu á dauðsföllum þar sem skotvopn koma við sögu. Frá árinu 2020 hafa 4.368 ungmenni látist af völdum skotvopna, en á sama tímabili létust 4.036 vegna umferðarslysa. Aldrei áður hafa skotvopn spilað stærra hlutverk í dauðsföllum ungs fólks.

Núna er líklegra að ungmenni í Bandaríkjunum deyi af völdum skotvopna en að þau deyi af völdum bílslysa, en nýlegar opinberar rannsóknir sýna mikla aukningu á dauðsföllum þar sem skotvopn koma við sögu. Frá árinu 2020 hafa 4.368 ungmenni látist af völdum skotvopna, en á sama tímabili létust 4.036 vegna umferðarslysa. Aldrei áður hafa skotvopn spilað stærra hlutverk í dauðsföllum ungs fólks.

Lögreglan situr undir ámæli

Nýjasta dæmið er fjöldamorðið í barnaskólanum í bænum Uvalde í Texas-ríki á þriðjudaginn þar sem 19 börn létust. Lögreglan í bænum hefur mátt þola harða gagnrýni fyrir slæleg viðbrögð við árásinni, en lögreglumenn á vettvangi biðu í um fjörutíu mínútur áður en þeir gerðu áhlaup á skólastofuna þar sem byssumaðurinn hafði komið sér fyrir.

Steven McCraw, framkvæmdastjóri almannavarnadeildar Texas-ríkis, sagði á blaðamannafundi í gær að það hefði verið mistök hjá lögreglunni, sem hefðu orsakast af því að yfirmaður á vettvangi hefði talið að árásarmaðurinn væri þar einn í stofunni.

mbl.is